Ormurinn í Skorradalsvatni.

Bóndadóttir ein í Hvammi í Skorradal tók brekkusnigil, lagði hann á gullhring í skríni sínu og geymdi í fatakistu.  Nokkru síðar ætlaði hún að vitja um skrínið en þá var lok þess sprungið sundur og og ormurinn útblásinn og ægilegur ásýndum. Var kistunni þá skellt aftur og róið með hana út í vatn og sökkt þar. En eftir þetta urðu menn iðulega varir við ófreskju í vatninu og sást hún ýmist öll eða hlutar hennar, svo sem haus, kryppa eða hali. Töldu menn að að halinn væri undan Háafelli en hausinn undan Vatnsenda.  Talið er að Jón krukkur hafi spáð því að ormurinn myndi spúa eitri yfir dalinn og eyða byggð þar allri þann dag er 7 bræður kvæntust á sama degi  á Grund í Skorradal og eignuðust 7 systur. Síðast sást þetta skrímsli um 1870 enda óhægt um vik eftir að séra Hallgrímur Pétursson kvað það niður á báðum endum og í miðjunni.

Mig grunar að þeir hafi krækt í skrímslið.

Heimildir: Landið þitt, Ísland.

 


mbl.is Gúmmíbáti hvolfdi á Skorradalsvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur þá verið ormur á gull, samanber að liggja eins og ormur á gulli.  Takk fyrir þennan fróðleik.  Góðan nótt og góða vakt.  held ég reyni að sofna.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

og ég sem hélt að Lagarfljótsormurinn hefði fluttst búferlum. hann á þá systur í Skorradal

Brjánn Guðjónsson, 3.8.2008 kl. 03:10

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þegar ormurinn í Skorradalsvatni reisti upp kryppuna sást bærinn á Háafelli undir henni, þannig var nú það....við skátarnir á Akranesi gáfum út blað á skátamóti sem við héldum í Skorradal að mig minnir 1976 og það hét Ormurinn. Þar var ýmsan fróðleik um hann að finna.

Haraldur Bjarnason, 3.8.2008 kl. 05:50

4 Smámynd:

Takk fyrir þessa sögu.

Tengdamóðir mín var fædd á Fitjum í Skoradal og ólst þar upp ásamt þrem bræðrum. Maðurinn minn var svo í sveit hjá ömmu sinni sem þá var orðin ekkja  og tveim móðurbræðrum sem alla tíð voru bændur þar. Nú eru afkomendur annars þeirra eigendur Fitja. Maðurinn minn hefur sagt mani ýmsar sögur þar úr sveitinni. Ein er til dæmis þannig að það fékk vinnumaður maður með sér  exi til að komast yfir Skorradalsá hann drukknaði blessaður maðurinn en bóndakonan sem var víst annt um hlutina sagði bara þegar hún frétta þetta "það var verst með exina" og stundum höfum við notað þetta orðalag hér heima um eitthvað sem skiptir minna máli en annað. kveðja

, 3.8.2008 kl. 08:22

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtileg saga - ég mundi ekki þora á bát út á vatnið

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk  öll fyrir innlit. " Það var verst með öxina" finnst mér óborganlegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband