Rhodos

.....úpps....er búin að bóka vikuferð fyrir okkur mæðgur til Rhodos 16. ágúst. Það glaðnaði heldur betur yfir litlu systrum að eiga vona á viku sólarfríi áður en skólinn byrjar.  Við höfum áður skoðað Krít, Santorini og Aþenu. Mikið verður þetta gott. Nú þarf ég að breyta vöktum til að eiga frí...........en var samt búin að fá leyfi til þess  








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Glæsilegt hjá þér  segi bara til lukku með þessa ákvörðun.

Þú verður þá komin heim fyrir "hittinginn" hjá Þ-hollinu, sem verður 30. ágúst (síðasti laugardagur í ágúst).

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bíddu Sigrún....hvar ætlum við að hittast og klukkan hvað?

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En gaman, hvað eru skvísurnar þínar gamlar?? 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sú yngri er að verða 16 hin er 18.  Heita Urður og Hörn.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg nöfnin þeirra, það verður ekkert smá gaman fyrir þær að fara með mömmu í svona sólarferð.  Njótið vel þegar að kemur.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Sigrún Óskars

við höfum hist síðasta laugardag í ágúst fyrir framan Hótel Borg kl. 15:00. Það var einhver netfanga-listi í gangi, en það var engin sem hélt utan um hann. Þú ert greinilega ekki á þessum lista, Hólmdís. Þar sem tölvan mín "krassaði" í sumar, þá er ég ekki með eitt einasta netfang, en ef ég fæ póst frá einhverri úr hollinu, þá læt ég þig vita. En allavega kl: 15 við Hótel Borg.

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 17:14

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún.....er að vinna til 16:00

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, þú kemur bara eftir vinnu - fæ bara símanúmerið þitt og læt vita hvar við verðum.

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 19:39

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jamm

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 20:46

10 identicon

"Húsfreyjan" og dóttir okkar komu um daginn frá Rhodos. Ástæðan fyrir að þær völdu að fara þangað var, að sögn kunnugra, er Rhodos besti staðurinn, af þessum sólarströndum, til að vera með börn. Svo þið mæðgur eigið góða daga framundan.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:28

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fékstu ekki að fara með Húnbogi?  Voru þær ekki glaðar

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að vera voru þær ekki ánægðar  með Rhodos?

Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 21:47

13 identicon

Þær voru mjög ánægðar. Tóku með sér myndbandstökuvél svo ég fékk að sjá. Sundlaugaleikfimi, með tónlist innifalin í hótelverðinu (dóttir mín keypti geisladisk af þjálfaranum og er búin að kvelja mig með: agadú, ókídókí, fugladansi og fleiru á framandi tungum) .Þær verða að hvíla sig á mér, stundum. Ég á þá inni að fá að klifra upp á einhver fjöll, eða veiðiferð. Ef ég fengi stórann lottóvinning, þá skyldi ég rölta yfir Grænlandsjökul eða skreppa sem snöggvast upp á K2.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband