HÖNK

   Er allt í hönk? Þannig var spurt hér á árum áður. Í kvöld spurði húmoristinn vinkona mín ljósmóðirin.  Hólmdís......"þegar þú ferð út stefnirðu ekki á að ná þér í hönk?"   Ha hvað? Og hvað þýðir það?  Svarið henar var " veit það ekki almennilega..............nema hönk er rosa gæi.  OK. Ég spurði " er þetta skammstöfun?"  Veit ekki...........var að lær´etta"  OK.  Mitt fyrsta svar var: ég kíki  nú fyrst í bankabækurnar. Hvað gæti þetta nýyrði mögulega þýtt?  Ég er helst áþví að þetta sé skammstöfun.  " Hroðalega Ömurleg Notkun á Konum.    eða Hlægilegur Öldungur Notar Konur.  Eða Hóflegur Öllari Nýtist Körlum.  Eða jafnvel Hrikalega Ömurlegur Nakinn Karl.

Hjálpið mér að finna út úr þessu.

s.o.s.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Hönk er beisikklí "hunk" sem þýðir vel útlítandi og karlmannlegur gæji á engilsaxnesku, segðu svo að þessi kynslóð viti ekkert í sinn haus.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 02:23

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Thank you ever so much Hekla

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 02:27

3 identicon

Getur verið að "sumir" séu orðnir og gamlir fyrir "hönk" eða "hunk" 

Edda (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 02:54

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Edda: Maður er aldrei of gamall fyrir "Hunk"!

Ég mæli með að þú takir hana vinkonu þína á orðinu og nælir þér í einn

Sporðdrekinn, 5.8.2008 kl. 04:22

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sko, Hólmdís, sko...

hönk hankar, hankir (staðbundið henkur) KVK
 
1
• smeygur, lykkja, hanki
hönk í stígvéli
toga hönk við e-n áum e-ðñ
1 takast á um smeyg
2 glíma við e-n um e-ð
toga hönkina úr greipum e-s bera hærra hlut, sigra
eiga hönk upp í bakið (hrygginn/í baki) á e-m eiga kröfu á e-s konar endurgjaldi frá e-m fyrir greiða eða hjálp
 
2
• upphringað eða hringvafið band eða færi
snærishönk
tóbakshönk bútur af tóbakslengju
 
3
• vandræði
vera kominn í hönk með e-ð
það er allt í hönk allt í vandræðum, allt ómögulegt og of seint
 
 
Þú gætir semsagt viljað fara í glímu við einhvern, innheimta greiða, fá þér tóbakshönk - kannski í nefið...  nú eða koma þér í vandræði.
 
Úr nógu er að velja!
 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 09:08

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk allar.

Lára Hanna kemur auðvitað með þetta fræðilega.

Edda kannski.

Sporðdreki..............er orðin löt.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 11:04

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er gift algjörum hunk og læt hann ekki af hendi, sama hvað er í boði, gott væri ef fleiri fyndu slíkan kostagrip, en semsagt minn er frátekinn. Techy

 viltu súran??

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 11:44

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vil ég súran?   Ekki súran mann. En vil súran hval

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað meinti ég hval asn.... þinn

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 12:24

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessar hugmyndir þínar um skammstafanirnar eru allar góðra gjalda verðar og miklu betri en aðrar skýringar.

Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 18:39

11 Smámynd: Sporðdrekinn

LÖT! Nei askotinn stelpa, það er svo gott að fá fiðring í maga og smá kitl á milli t....

Sporðdrekinn, 6.8.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband