Clapton tónleikar í Egilshöll

Músíkin var náttúrulega bara hrein snilld.

En hitastigið í höllinni var þannig að einhverjir hreinlega flúðu. Ég hélt á tímabili að ég væri komin til Auswitsh (kann ekki að skrifa það).  Fyrir tónleikana ákvað ég að ná mér í einn bjór.  Fór í langa röð og stóð í henni í 25 mín. og hafði þá mjakast um 0.3 metra eða svo. Gafst upp ætlaði ekki að missa af neinu.  Ég fór líka í langa röð til að komast á WC og í aðra langa til að komast af WC.  Jæja  þegar ég hafði hlustað á nokkur lög var mér orðið svo heitt að ég hreinlega varð að fara úr salnum. Sá ég að myndast hafði ný röð og farið var að selja vatn.  Náði mér í vatnsflösku á 300 krónur. En þetta hreinlega bjargaði lífi mínu. Frændi minn og kona hans voru þarna......konan var að gefast upp vegna hita og stóð litlar 45 mín í röð til að ná sér í vatnsflösku.........Það þyrftu að vera vatnskranar þarna. Næst fer ég með tóma flösku með mér og set vatn í hana á snyrtingunni

Þegar langt var liðið á tónleikana var opnað út og súrefnið streymdi inn, þvílíkur unaður.

Tvisvar á þessu ári hef ég verið fundin sek um að smygla vatni. Á Heathrow var ég gripin, taskan mín opnuð....þar var vatnsflaska sem ég hreinlega var búin að gleyma að væri í töskunni.  Ég fékk reyndar færi á að drekka vatnið en eldspítustokkur var hins vega tekinn af tollvörðum.  Það má nefnilega bara ferðast með einn stokk en í töskunni vorur tveir.

Vísvitandi setti ég hins vegar   vatnsflösku í töskuna mína áður en ég fór að hlusta á Bob Dylan. Þá var leitað í töskunni og vatnið fjarlægt.   Ekkert var skoða í töskuna mína í gær svo ég hefði getað smyglað vatni........

Annars......þegar ég fer til sólarlanda með dæturnar frysti ég alltaf nokkrar flöskur með vatni og set í ferðatöskurnar.  Það má.  Hef farið með allt upp í 4 lítra af vatni með mér.  Það er algerlega dásamlegt að drekka ískalt íslenskt vatn þegar komið er á leiðarenda.  Það er ennþá ís í því jafnvel eftir 10-12 tíma ferðalag.  Best að frysta nokkrar núna !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Af hverju tókstu mig ekki með, það segi ég með hliðsjón af þeirri færslu sem þú commentaðir á og eftir það comment var henni eytt.

Eiríkur Harðarson, 9.8.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

1. heimsókn. Ég fæ svitakast og á erfitt með að anda við að lesa þessa færslu. Ekki vissi ég að það mætti taka með sér frosið vatn í töskunni til útlanda. Fín hugmynd hjá þér. Þetta geri ég næst. Það má örugglega taka frosið vatn með á tónleika. Það hefði nú ekki verið lengi að þiðna í hitanum. Clapton er alltaf flottur.

Steinunn Þórisdóttir, 9.8.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eiríkur......hvað?

Takk fyrir innlit Steinunn.  Allavega hef ég fengið frið með vatnið.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nú er ég hissa, má hafa frosið vatn í flugið með sér ? Gott mál þá tek ég með mér frosið vatn til U.K. í haust, vatnið í Clousester-skíri er ódrekkandi.

Let it flow, let it flow, let it blossom let it grow......

Haraldur Davíðsson, 9.8.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur....ekki í handfarangri

Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Hvað, var leitað á þér við innganginn? Það var ekki leitað á mér á bob dylan.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður drepur nú engann með fljótandi vatni, en það væri hægt að rota mann með frosnu.  Gott að þú skemmtir þér en leiðinlegar þessar biðraðir. Kallinn minn skemmti sér líka vel en sagði að ég hefði aldrei lifað þetta loftleysi af, hann þekkir sína.  Kær kveðja ljúfust, ertu ekki byrjuð að frysta fyrir Rhodos ferðina ?

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 21:50

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún ég lít svo "glæpsamlega" út en þú ert auðvitað sakleysið uppmálað.

Ásdís það reyndar fór ein flaska í frost í dag....þarf að fara að þvo flöskur

Hólmdís Hjartardóttir, 9.8.2008 kl. 22:10

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veistu það að ég held að ég sé haldin fælni, ég þoli ekki mannþröng og troðning.  Þess vegna fer ég ekki á tónleika, hjá tónlistarmönnum sem ég dýrka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband