12.8.2008 | 02:03
Meira aarrgghhhhhhh
Já nú ætla ég að skrifa um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.
Á síðasta ári réði ég mig í vinnu hjá einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Tómt rugl og fyrirtækið ECI skuldar mér ennþá peninga. Sem ég gæti fengið með aðstoð FÍH hugsanlega.
Svo í vetur réði ég mig hjá öðru einkafyrirtæki. Og líkar vel í vinnunni. Og allir glaðir þangað til að við áttuðum okkur á því að fyrirtækið er ekki að greiða í lífeyrissjóð, sjúkrasjóð eða inn á orlofsreikninga. Launin mín fyrir síðasta mánuð hafa enn ekki verið reiknuð út. Launin orðin þau lægstu í landinu. Þolinmæði mín er þrotin og ég skrifaði uppsagnarbréf í kvöld. Þess má geta að það er dregið af laununum okkar í þessa sjóði.
Ef heldur áfram sem horfir munu einkafyrirtækin sjálf drepa hugmyndina um einkavæðingu.
Ef einkavæðing er framtíðin .........þá hálpi okkur allir heilagir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:21 | Facebook
Athugasemdir
En ömurlegt að lenda í svona vinnuveitendum, ég hef verið heppin í minni vinnu frá upphafi. Ég hef alltaf fengið launin mín, lífeyrissjóð og orlof með skilum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2008 kl. 02:15
Þetta er fullkomlega óþolandi.............og lögbrot
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 02:25
Þetta er ljótt að heyra, að þeir geti farið svona með launafólkið, og skila ekki inn þeim launatengdugjöldum sem þeir hafa dregið að launum ykkar, það er svindl. - Það er ólöglegt. - Verður ríkið ekki að taka af þeim atvinnurekstrarleyfið?
En hinsvegar ef þetta bjargar okkur frá því að heilbrigðiskerfið verði einkavætt, þá getur maður sagt að, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 02:30
Lilja............þetta er svo sorglegt. Þeir missa auðvitað leyfið ef ekkert gerist núna.
Sennilega bjargar þetta okkur frá frekari einkavæðingu.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 02:34
Leiðinlegt að heyra þetta Hólmdís mín. Hvað heitir svo Fyrirtækið?
Jónas Jónasson, 12.8.2008 kl. 03:04
Eða hvað stendur e.c.i fyrir? Ekkert cash inni kanski?
Jónas Jónasson, 12.8.2008 kl. 03:07
Heilsuverndarstöðin
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 03:07
Ethnic care ísland
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 03:09
Jónas einkavæðingarmenn drepa hugmyndina sjálfir
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 03:18
Sporðdrekinn, 12.8.2008 kl. 03:29
Ég hélt að Samfylkingin væri á móti einkavæðingu
Jónas Jónasson, 12.8.2008 kl. 11:50
Ég er ekki í Samfylkingunni. Kýs hverju sinni það sem mér líst best á. Gæti hugsað mér að kjósa einstaklinga í stað flokka.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 12:04
Þess vegna er ég heldur ekki blind á neinn flokk.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.