Hr. Ráðríkur málar þak

Jamm þegar ég flutti í þetta hús fyrir rúmum 6 árum var ákaflega ljótur grænn litur á þakinu sem passar húsinu illa.

 Nokkrum dögum eftir að ég flutti inn var mér sagt að mála ætti þakið.  Ég sagðist vilja vera með í því að velja lit.  Ráðríkur sagði mér að það væri búið að kaupa sama græna litinn. Úff.

Málningin entist illa. Í dag kom hann svo að máli við mig og sagði að það þyrfti að fara að mála þakið. Ég samþykkti það en sagði að nú skiptum við um lit.  Nei var svarið ég er búin að kaupa sama litinn aftur og fá mann í verkið.    Arrghhh.   Næst kaupi ég málningu á þakið.....og tilkynni það eftir á.

Einhver hefði nú talað við aðra íbúa hússins áður en farið væri af stað..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann ræður greinilega öllu þessi herra ráðríkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það ráðskast engin konukind með herra Ráðrík. - En það ætti nú ekki að vera mikið mál að leyfa þér að skipta um lit, úrþví hann tók allar hinar ákvarðanirnar einn og sjálfur. -

Nema að það þarf meiri undirbúningsvinnu, ef skipta á um lit á þakinu, þá þarf að hreinsa fyrri málninguna vel af svo að nýja málningin flettist ekki strax af. -  Eða þannig var það þegar ég var yngri, og stóð í svona málningarvinnu. -

Þá var reyndin sú að góð undirvinna undir málningu á þaki dugði lengi,  allavega hefur það þak ekki verið málað frá því 1989 og eru núverandi eigendur að mér skilst hæstánægðir með þakið enda ekkert á því að sjá. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég nenni samt ekki að æsa mig mikið yfir þessu............en lýðræði er ekki fyrir hendi í þessu húsi.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 20:15

4 Smámynd: Beturvitringur

Enginn hefur leyfi til að skuldbinda annan/aðra íbúa í sam-, tví- eða fjölbýli, án samþykkis (meirihluta)

Láttu bera Ráðrík út og sjáðu til að Ástríkur flytji inn!!!  Minni sambýli eru erfiðari en t.d. blokkir af því að þá er hver vitleysingur hærri prósentutala.  Ég bý í fjölbýli sem EINN ÍBÚINN Á! eða þannig.

Verti spes elskuleg, kurteis og gerviauðmjúk nú eftir þetta

Beturvitringur, 12.8.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Smá svona ábending til ykkar þá heiti ég Eiríkur ekki Ráðríkur svona til að forðast allann misskilning.

Eiríkur Harðarson, 12.8.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eiríkur minn man það næst.....Vona að Ástríkur kaupi hæðina fyrir ofan mig

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er ótrúlegur granni

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god - er hann giftur? Eða er hann pipraður karlfauskur, sem ekki er hægt að tjónka við. Ég meina það ekki svo að þú farir að giftast honum - þú giftist bara hr. Rosaríkur .

Sigrún Óskars, 12.8.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrúnir báðar takk fyrir innlit.  Herra Ráðríkur er betri  helmingurinn á hæðinni fyrir ofan.  Frúin er verri

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 23:46

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og Sigrún,,,,hvar finn ég hr. Rosaríkan?

Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  ÆÆ aftur, á meðan hann Ráðríkur kemst upp með það valtar hann yfir ykkur hin í húsinu.  Getur þú ekki búið til meirihluta og unnið hann í kosningu?????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð......Jóna Kolbrún

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 01:05

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Styð þig í þeirri ákvörðun að kaupa næstu málningu og ljúka málningavinnunni áður en hún verður kynnt. Hvet alla bloggvini þína til að mæta á svæðið og við brettum upp ermar. Legg til að þakið verði málað svart, minni undirbúningsvinna.

Þú sendir út merkið þegar að því kemur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:45

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Guðrún......

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:01

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hei og takk fyrir ábendinguna um tannlækninn, ég er búin að panta tíma fyrir son minn og hann fékk tíma í næstu viku  Er hann nokkuð svo gamall, að hann fari að hætta fljótlega?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 02:14

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hann er einhvers staða á sjötugsaldri.............en mæli með honum.....þarf að fara að panta tíma.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:26

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

staðar

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:26

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 02:27

19 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er nú meiri þumbarinn þessi hússtjóri!

Jón Halldór Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 09:34

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já....hann er engum líkur

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband