Svakalega rólegt hér hjá mér

.....en nóttin er ung.   Snéri mér að tölvunni þegar "Aska" Yrsu Sigurðardóttur rann út úr höndunum á mér.  (hvað geri ég í vinnunni?)

Það er svo miklu erfiðara að vaka þegar nóttin er orðin svona dimm. Þýðir ekkert fyrir mig að horfa á sjónvarp.....sofna strax við það. Einhvern tímann sat ég á næturvakt og prjónaði.  Hrökk svo allt í einu upp......þjáningarsystir mín á næturvaktinni sprakk úr hlátri. "Þú hægðir ekki einu sinni á þér" Ég hef semsagt setið sofandi á næturvakt og prjónað. Verð líka syfjuð á að lesa....

Best að kíkja út í svala nóttina og draga að sér fjallaloftið.....og vakna almennilega. Halda svo áfram með Ösku....................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo reglusöm að ég átti í erfiðleikum með það að horfa á Rússaleikinn um daginn, ég fer venjulega að sofa um 3 leitið, en sá leikur var búinn klukkan rúmlega fjögur.  Ég var algjörlega dauðþreytt og hljóp ég í rúmið um leið og leikurinn var búinn.  Þá var ég búin að slökkva á tölvunni, fara út með hundinn, tannbursta og læsa í hálfleiknum..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 02:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tíminn eftir fimm er erfiður

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:40

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mér hefur reynst það erfiðara að taka næturvaktir eftir því sem ég eldist. Nógu erfitt var það á mínum ungdómsárum. Þó eru þessar vaktir á margan hátt hentugar svo fremi sem líkamsklukkan strækar ekki. Svefn á daginn nokkuð vandamál. 

Er sammála þér varðandi tíma setninguna, tíminn eftir kl.05 er strembinn. Gangi þér vel að sofa í dag.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Tína

Sjón hlýtur að vera sögu ríkari. Hlýtur að vera furðulegt svo vægt sé til orða tekið að horfa á sofandi manneskju prjóna .

Sofðu rótt í dag yndislegust.

Tína, 13.8.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ......mér finnst létt að vaka þegar nóttin er björt.....en í myrkrinu mætir Óli lokbrá.......jÁ ég get prjónað sofandi....tek samt ekki prjónana með í rúmið

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svo er verið að segja að það geti verið hættulegt að ganga í svefni, ekki getur nú verið betra að prjóna í svefni.

Eiríkur Harðarson, 13.8.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lífshættulegt að prjóna í svefni.....og ekki á allra færi

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband