Valtað yfir kjósendur

......Ég er sannfærð um að hagur borgarbúa var ekkert leiðarljós á fundi Óskars og Hönnu Birnu.

Þetta samstarf snýst aðeins um völd.  Óskar með sitt tveggja prósenta fylgi fær meiri völd í þessu samstarfi en ef hann hefði unnið með Tjarnarkvartettinum.  Hvers vegna í dauðanum var Framsóknarflokkurinn að skera Sjáftökuflokkinn úr snörunni?    Ég held að það þýði lítið fyrir Framhjáhaldsflokkinn að þykjast vera félagshyggjuflokkur framar.  En Óskar er alsíðasti Framsóknarmaðurinnn sem situr í borgarstjórn.  Martröðinni er ekki lokið. 

Nú er bara að vona að minni kjósenda verði gott við næstu kosningar.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Martröðinni er ekki lokið Hólmdís, trúðu mér.  Orkuveitan er það sem allt snýst um, hvað er verið að fela?

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarf ekki bara eina góða steypuskóflu til að stinga út úr þessu framsóknarfjósi. Þær reyndust nú vel hér áður og dugðu vel til að hreinsa út úr fjárhúsum, hesthúsum og fjósum, jafnvel hænsnakofum líka......mokum framsóknarflórinnn. Reykjavík er ekkert einkamál Reykvíkinga. Hún er höfuðborg Íslands og því eigum við öll að hreinsa flór framsóknarfjóssins

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, það fer að verða erfitt að gangast við því að maður hafi verið öfgasinnaður Framsóknarmaður í sveitinni forðum daga. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 23:36

4 identicon

Æi hvað það er fínt að búa bara í Hafnarfirði. Ég held að hver og einn einasti Reykvíkingur sé fórnarlamb í umfangsmiklum tökum á sjónvarpsþættinum "Tekinn" þessa dagana. Það ætti að kalla þingið saman hið snarasta og fá í gegn neyðar-lagabreytingu sem gerir nýjar kosningar mögulegar. Ég hef kosið Sjálstæðisflokkinn í síðasta sinn.

Steinar (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Katan

Ekki má gleyma þætti sjálfstæðisflokksins í þessum farsa..........

Katan , 15.8.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flestir flokkarnir virðast klofnir í herðar niður vegna innbyrðis ágreinings og valdabaráttu. VG virðast einir skera sig þar úr. Hef ekki trú á því að Framókn og Samfylkingin hefðu geta starfað saman með góðu móti.

Ekki er ég bjartsýn á þennan meirihluta frekar en þá fyrri, menn eru búnir að missa allan trúverðugleika og búnir að stimpla sig endanlega út úr pólitíkinni vona ég þegar kemur að næstu kosningum. Sennilega var það þó klókara hjá Óskari að fara í samstarf við Sjálfstæðismenn enda í betri stöðu til að hafa áhrif þar en með Tjarnakvartettinum. Er það ekki einmitt sem pólitíkin snýst um; völd, titla og áhrif? Menn eru fyrir löngu búnir að gleyma því hvert hlutverk kjörinna fulltrúa er gagnvart kjósendum og íbúum þessa lands.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit. Það þarf greinilega að breyta lögum svo hægt sé að kjósa þega svona kreppa kemur upp.  Hef samt trú á að þessi meirihluti verði látinn halda til kosninga.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 00:29

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Steinar ég veit að margir sjálfstæðismenn eru búnir að fá meira en nóg.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vil benda ykkur á Spegilsviðtal frá miðvikudagskvöldinu sem ég setti í tónspilarann á blogginu mínu. Þar er talað við prófessor í stjórnmálafræði sem segist ekki sjá neitt í lögunum sem beinlínis bannar nýjar kosningar. En hann varpaði spurningunni yfir til lögfræðinga. Ég hef ekki heyrt frekari umfjöllun um málið.

Viðtalið er merkt: Spegillinn - Grétar Þór Eyþórsson, prófessor...

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:44

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta Lára Hanna.   Þessi meirihluti er áfjáður í Bitruvirkjun....svo þú ert varla mjög hrifin.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:02

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Orkuveitan er það eina sem skiptir máli nú, sjáum bara til...

...og eins og fram kom hér fyrr; hvað er verið að fela ?

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 01:11

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég ýjaði að því í þessum pistli að ástæða þess að Sjálfstæðismenn lögðust eins lágt og raun bar vitni í janúar væri OR.

Sú held ég enn að sé raunin. Einhverjir finna peningalykt af Bitruvirkjun og kannski þarf að hjálpa Árna Sigfússyni inn í landspólitíkina.

Svo er Alfreð Þorsteinsson á bak við plottið - þá er ekki von á góðu. Hann var stjórnarformaður OR árum saman - m.a. þegar mútusamningurinn var gerður við sveitarstjórann í Ölfusi og undirritaði hann fyrir hönd OR ásamt Guðmundi Þórodssyni, félaga sínum, sem nú er horfinn á braut.

Samningurinn hljóðar upp á að við Reykvíkingar, eigendur OR, gefum Ölfusi sem svarar hálfum milljarði fyrir að OR fái að virkja í landi sem Ölfus hefur skipulagsleg yfirráð yfir. Skítalyktin af málinu finnst langar leiðir.

Margt fleira mætti telja upp.

Nei, ég er ekki hrifin.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:13

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur.......orkuveitan er aðalmálið...ekki efast ég um það   Rei, rei  og svei svei

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:14

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það voru allir reiðir á barnum hjá mér í kvöld og ekki talað um annað en þessa valdabaráttu og svikin við kjósendurna.  Vonandi muna borgarbúar þetta þegar kemur að næstu kosningum.  Það er skömm að þessu hvernig allir borgarstjórnarflokkarnir hafa tekið þátt í þessu, núna eru 4 borgarstjórar á launum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:27

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf algerlega nýtt blóð í borgarstjórn.......þetta er orðin svo svæsin sýking þarna...........þau eru flest rúin trausti

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:51

16 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég held að það sé langt síðan þetta fólk stimplaði sig út úr pólitíkinni. Þau sökkva dýpra og dýpra í drullupollinn sinn og í hvert skiptið sem þau reyna að krafsa í bakkann, þá sökkva þau enn dýpra.

Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki mitt atkvæði aftur í borgarmálum. Þau eru búin að sýna sig þar og sanna að þau eru ekki fær um að stjórna höfuðborginni okkar.

Þarf einhverja borgarstjórn yfirhöfuð?? Ég meina, ef Gísli Marteinn getur verið borgarfulltrúi með því að búa í Skotlandi og mæta tvisvar í mánuði á fund, getum við, t.d. ég og þú Hólmdís, ekki bara alveg eins verið í borgarstjórn, skotist af kvöldvöktunum okkar og setið einn og einn fund og þegið fyrir það 217.000 kr. á mánuði?? Það hljómar ekki eins og það sé mikið krefjandi starf að vera borgarfulltrúi, ef þú getur stundað mastersnám samhliða því og þarft ekki einu sinni að búa í borginni...... djöfulsins hneyksli!!

Lilja G. Bolladóttir, 15.8.2008 kl. 02:52

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja þetta væri gott  aukadjobb fyrir okkur....og ég endurtek...það þarf algerlega nýtt blóð í borgarstjórn

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 07:45

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vilmundur.....það þarf bara að sparka ærlega í afturendann á þeim.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband