LJÓSMÆÐUR VERÐSKULDA GÓÐ LAUN

það er stjórnvöldum til stórskammar að ljósmæður þurfi að berjast fyrir bættum kjörum með kjafti og klóm. Starf þeirra er með þeim dýrmætari í þessu landi.   Minna má á loforð stjórnmálaflokkanna allra að bæta kjör kvennastétta sérstaklega og ályktun SÞ um stöðu kvenna á Íslandi.

Ljósmæður hafa 6 ára háskólanám og bera mikla ábyrgð. Þetta er engan veginn metið til launa þrátt fyrir að flestir meti starf þeirra mikils.

Áfram ljósmæður.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar taka undir kröfur ljósmæðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Go girls.

Eiríkur Harðarson, 26.8.2008 kl. 14:25

2 identicon

Ætli stjórnarherrarnir haldi að þeir hafi sjálfir aldrei fæðst???

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Afar mikilvægt starf, ætti að vera mannsæmandi launað.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.8.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér Hólmdís

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að almenningur standi með þeim

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Mikilvægt starf  vaktavinna  helgar jól gamlárskvöld aðrir hátíðisdagar, þegar aðrir eru í fríi .Það ætti að vera dúndurlaun fyrir öll hjúkrunarstörf

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.8.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Anna Ragna......skrýtið hvernig staðan er 2008

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já það er ótrúlegt hver staðan er nú, árið 2008. Stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður að berjast fyrir því að menntun þeirra sé metin til tekna til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Ábyrg þessara stétta er ekki lítil, við erum að tala um mannslíf og ekki síst líf nýfæddra barna. Þó ábyrgð lækna sé einnig afar mikilvæg, dregur það ekki úr ábyrgð hjúkrnarfræðinga og ljósmæðra.

Vonandi hafa ljósmæður þann styrk sem til þarf til að þrauka í þessari baráttu, stuðningur við þær er alla vega mjög vítækur, hygg ég.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:45

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held Guðrún að þær standi þétt saman núna þær bara verða að gera það.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi fá þær þá hækkun sem þær vilja, og vonandi fylgja hinar kvennastéttirnar í kjölfarið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2008 kl. 01:12

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þAÐ VONA ÉG SVO SANNARLEGA LÍKA JÓNA KOLBRÚN

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband