27.8.2008 | 01:22
Varaborgarfulltrúar/ljósmæður
Eigum við að bera saman kröfur sem gerðar eru til þeirra? Kröfur um menntun? Kröfur um viðveru í starfi? Kröfur um vaktabyrði? Kröfur um að vinna á jólum og öðrum hátíðisdögum? Ábyrgð? Launin eru nefnilega svipuð hjá þessum hópum,...........varaborgarfulltrúinn getur auðveldlega verið í fullu starfi með sínu varaborgarfulltrúastarfi. Ljósmóðirin er í fullu starfi í sinni vinnu. Hver er það sem metur að þetta sé sambærilegt til launa?
Reyndar er ég komin á þá skoðun að það eigi að árangurstengja laun stjórnmálamanna. ( Erfitt í framkvæmd...og skiptar skoðanir um árangur). Hvað væru réttlát laun fyrir núverandi borgarfulltrúa ef launin væru árangurstengd?....
Enginn árangur hjá ljósmæðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Athugasemdir
150 krónur á tímann! þetta lið gerir mest lítið
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2008 kl. 01:31
Hreppsnefndarmenn í meirihluta Reykjavíkurhrepps ættu auðvitað að vera launalausir vegna allra þeirra útgjalda sem þeir eru búnir leggja á hreppsbúa vegna valdabrölts. Annars er þetta góður samanburður hjá þér. Segi enn og aftur: Allar ummönnunarstéttir í þjóðfélaginu eru vanmetnar í launum og þar koma sennilega ljósmæður efstar á blað vegna menntunarkrafna. Annars ferst mér nú varla, var að koma heim eftir 17 tíma vinnudag.
Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 01:34
Ég tek undir með þessum orðum Haraldar: Allar ummönnunarstéttir í þjóðfélaginu eru vanmetnar í launum
Sporðdrekinn, 27.8.2008 kl. 02:38
Baráttukonan U make my day!! TAKK!!!!!!
Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.8.2008 kl. 08:33
Jóna Kolbrún...
Haraldur.....þeir eru búnir að vera okkur dýrir borgarfulltrúar. Þetta er rétt hjá þér með ljósmæður......hfr hafa engan avinning að bæta 2ja ára ljósm.námi við sig.
Takk Sporðdreki. Anna við verðum að vera á vaktinni alltaf...
Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 09:26
Og Haraldur það er allt of langur vinnudagur hjá þorra Íslendinga
Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.