Í mál við Sigga storm

......Í gærkvöldi sagðist hann búast við smáskúrum í Reykjavík í dag en hér hefur rignt hrosshausum.  Ég treysti mér ekki einu sinni út með ruslið en um 2 metra að fara án þess að hafa þak yfir höfuðið.

Ber maðurinn virkilega enga ábyrgð á orðum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ef þetta eru smáskúrir sem dynja hér á húsinu mínu, þá er líklega best að byggja örk ef Siggi spáir rigningu...

Haraldur Davíðsson, 27.8.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Siggi er nú örugglega ekki með auðveldasta starf í heimi  Annars heldur Ljónið því fram að það ætti ekki að vera erfitt að vera í þessu starfi. Hann segir að þessi spá dugi flesta daga: Möguleiki á rigningu, sól á köflum, vindur af og til, smá séns á hagli eða snjó.

Ég fer nú kannski ekki alveg rétt með þetta en einhvernvegin svona var það nú samt

Sporðdrekinn, 27.8.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er sko blíðan, heiðin stoppaði góða veðrið.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það birti með komu strákanna okkar!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband