Vistvæn orka?

Skelfilegt að sjá þessar myndir.   En við erum vön að stinga höfðinu í sandinn og gerum það væntanlega núna líka.    Það finnst vel fyrir þessari auknu mengun í Reykjavík í sunnanátt og silfrið verður svart á stuttum tíma.
mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef bent á þetta í mörgum pistlum. Jarðgufuorkan er hvorki hrein né endurnýjanleg eins og virkjað er nú og fyrirhugað að virkja.

Það er verið að eitra fyrir okkur - sjá nokkur Spegilsviðtöl í tónspilaranum á blogginu mínu og ég kem inn á þetta í nokkrum pistlum. Þarf greinilega að taka málið upp aftur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

enginn er duglegri en þú Lára Hanna að vekja athygli á þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Okkar hreina land! Ég ætla rétt að vona að það verði tekið á þessu máli!!

Þú rokkar Lára Hanna! Ekki hætta!

Sporðdrekinn, 8.9.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski önnur efnasamsetning Anna?

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Jens Ruminy

Nesjavallavirkjun framleiðir líka mikið af heitu vatni og þarf því ekki að blása umframgufu í andrúmsloft. Hellisheiðarvirkjun hins vegar framleiðir 'einungis' rafmagn eins og er - sem er miklu óhagstæðari hvað varðar nýtingu jarðorku ...

Hins vegar hef ég aldrei orðið sérstaklega var við mósaeyðingu við Kröflu. Kannski er minna úrkoma þar og vindurinn dreifir því mengunina víðar. Og svo er sérstakla minni gufu af Kröfluvirkjun þar sem hún er svo miklu minna en Hellisheiðarvirkjun eins og er.

Jens Ruminy, 8.9.2008 kl. 16:56

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir athugasemd Jens Ruminy.  Það er auðvitað mun minni úrkoma í Kröflu sem er einhver þurrast blettur á landinu á meðan úrjkoman er einna mest á Nesjavöllum.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aha, við erum góð í því að stinga höfðinu í sandinn, allt of góð reyndar.....

Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað á að þétta þessa gufu og nýta sem heitt vatn á einhvern hátt í staðinn fyrir að blása henni út íloftið með brennisteinsmengun sem því fylgir. Af hverju ekki að gefa garðyrkjubændum frjáls afnot af því vatni. Við erum endalaust að gefa amrískum auðhringjum rafmagn. Þetta er bara einföld lausn hjá Orkuveitunni að blása þessu út. Það á einfaldlega að setja þeim skilyrði að nýta alla orkuna.

Haraldur Bjarnason, 8.9.2008 kl. 20:52

9 Smámynd: Jens Ruminy

Haraldur, ef ég man rétt þá er heitavatnslögn í byggingu frá Hellisheiði í borgina. Þegar hún verður komin í gang býst ég við að brennisteinsmengun minnki talsvert.

Kannski tóku verkfræðingar og forstjórar þessa (tímabundna, vona ég) mengun vísvitandi með í kaupbæti fyri virkjunina. Í þessu samhengi hungsa ég líka um fréttin fyir ári síðan eða svo þar sem fólk í Norðlingaholti kvartaði yfir því að það felli miklu meira á silfri í austanátt síðan virkjun var tekin í notkun.

Jens Ruminy, 8.9.2008 kl. 22:44

10 identicon

"Það er skylda okkar gagnvart heimsbyggðinni að virkja okkar hreinu orkugjafa og draga þannig úr mengun á heimsvísu" segja íslenskir stóriðjuöfgamenn. það mynnir mig á boðskap ýmissa amerískra sértúarsafnaða.

Svo trúa þeir að fossar og jarðhiti séu sér íslensk fyrirbrigði.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:59

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einmitt Húnbogi

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 23:56

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja við erum einmitt góð í því

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Eru ekki til leiðir til að eyða eða fanga brennisteinsvetnið ? Mig minnir að eitthvað hafi verið rætt um það...

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 00:14

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei sjáiði til, Húnbogi og Hólmdís. Þessi mengun er óþörf. Það á einfaldlega að beisla gufuna og nýta hana sem hundrað stiga heitt vatn til nytsamra hluta, til dæmis til garðyrkju. Hvers vegna ekki að rækta túlipana til útflutnings á Hellisheiði, eða grænmeti? - Jens er að svara þessu líka. Það er fáranleg einföld og ódýr lausn fyri orkuveituna að henda þessu út í loftið. Það fyrirtæki sleppur í raun með miklur einfaldari lausnir en stóriðjurnar. Við getum eflaust ræktað epli og appelsínur þarna líka.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:16

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur og Haraldur.........fyrsti og annar örugglega er hægt að beisla gufuna....en hversu eitruð er hún?   Kannski það eigi eftir að vaxa aldingarður á Hellisheiði  og jafnvel á Þeistareykjum.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 00:40

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég býst við að brennisteinsvetni sé eldfimt, er ekki hægt að nýta það eitt og sér ?

.....ekki góður í efnafræði...

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 00:44

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekkert eitraðri heldur en heita vatnið í Reykjavík. Ef menn vilja losna við lyktina og því sem henni fylgir þá er einfalt að hita upp kalt vatn með því heita. Það er víða gert, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu, þess vegna er ekki ekki þessi hveralykt eins áberandi og var í baðkörum Reykvíkinga. Þetta er bara spurning um að velja ekki alltaf ódýrustu og einföldustu leiðina á kostnað náttúrunnar.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:46

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þá er þetta náttúrulega ótækt, nafni..

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 00:59

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fann megna brennisteinslykt þegar ég var úti að reykja í vinnunni í kvöld.  Við hérna á Seltjarnarnesi þurfum að nota forhitara á heita vatnið okkar, vegna einhverra efna sem tæra venjulega ofna og rör.  Það er engin lykt af heita vatninu mínu, svo er það miklu betra fyrir hárið   Þetta litla sem ég hef.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2008 kl. 01:07

20 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jóna þið eruð örugglega með kalt vatn sem hitað er upp með því heita. - Nafni. Þetta er ótækt. Það er satt.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 01:22

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

JK.....lyktin er oft sterk í suðaustanátt.

Haraldar...........þið verðið að gera eitthvað í þessu.

Efnasamsetning heita vatnsins er ólík norðan lands og sunnan

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 01:36

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur D...........við höfum verið nágrannar á Ak........ég bjó í Kringlumýri........og við erum sennilega nágrannar í Rvk

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 02:42

23 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kringlumýrin......hmmmm...nostalgía....

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 09:28

24 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Þetta er af völdum brennisteinsvetnis.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 10:00

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Einmitt Anna Ragna.

Já Haraldur nostalgían.........

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 10:12

26 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég sé það að ég hef ekkert vit á þessu, skrúfa bara frá heita vatninu og svo fyrir. Sem sagt með hausinn í sandinum eins og fleiri.

Sigrún Óskars, 9.9.2008 kl. 13:33

27 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt Anna Ragna og það kemur upp  með gufunni sem látin er fara óbeisluð upp í loftið en væri hægt að þétta og nýta til hitunar.

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 13:36

28 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún..........við erum svo góðu vön.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband