1. apríl

nei, nei.....þetta er grín.  Manninum getur ekki verið alvara.   Er þetta ríkisstjórnin sem ætlaði að vinna gegn launamisrétti?   Og taka sérstaklega á kynbundnum launamun?   Og í stjórnarsáttmálunum er grein um að bæta þurfi sérstaklega laun umönnunarstétta.    Í landi þar sem kynbundinn launamunur er að aukast.  Nei nú á að taka konur í bakaríið svo þær hætti þessu eilífðar "betli".   

Ég vona að dagar þessarar ríkisstjórnar séu taldir.


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eitt orð yfir þetta: ÖMURLEGT.....

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Áfram ljósmæður!

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála Haraldur og Sporðdreki

Sveinn Elías.............Samfylkingin verður að vakna.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þeir ættu að vera taldir en því miður heldur ríkisstjórnin velli enn og aftur. Vantar kraftinn og sannfæringuna hjá Samfylkingarmönnum. Ekki veit ég hvað þeir ætla að láta samstarfsflokkinn troða stefnu Samfylkingarinnar ofan í kokið á þeim, áður en upp úr gýs.

Hrikalegur hriki ráðherra, kemur ekki á óvart. 

Áfram ljósmæður, engin spurning!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Beturvitringur

Einmitt það sem ég hugsaði við fréttaflutninginn:   Það á ekki bara að hýrudraga þær, niðurlægja, þræla út eftir vanmetna menntun. HELDUR Á LÍKA AÐ KÆRA ÞÆR. 

Eins og þú hugsa ég oft gaumgæfilega þegar "furðufréttir": Bíddu, það hlýtur að vera 1.apríl. nei, nei, það er september!  Er hægt að vera smekklegri en þetta?

Beturvitringur, 12.9.2008 kl. 00:09

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég lýsi vantrausti á þessa ríkisstjórn

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála ykkur öllum.  Samfylkingin verður að slíta þessu stjórnarsamstarfi ef hún ætlar að vera til áfram.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Hjálp,hjálp! Fjármálaráðherra er veikur! Kallið á dýralækni!!!

Hallmundur Kristinsson, 12.9.2008 kl. 00:46

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þetta er ekki í lagi hvernig ráðherrann lætur, ég vona að stjórnin falli

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:08

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hallmundur...........hann er skelfingin ein

Sammála JK

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 01:12

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mikið er ég þakklátur honum Árna mínum. Þetta var einmitt það sem þurfti....

....einhvern til að sýna okkur , svo ekki blindum manni dyljist, hverskonar glæpasamtök sjálftökuflokkurinn er orðinn....

Haraldur Davíðsson, 12.9.2008 kl. 03:34

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur...........nú held ég að blindir hafi fengið sýn

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband