Strútur.

Veistu ekki Geir hvernig háir vextir eru  að sliga heimilin í landinu?   Að minnsta kosti  hjá þeim sem hafa lægri tekjur en þú.   Veistu ekki að matarkarfan hefur hækkað um 20%?   Hefurðu ekkert frétt af öllum uppsögnunum?  Þeir sem misstu af góðærinu....upplifa kreppuna af fullum þunga. Talaðu við þær hjálparstofnanir sem styðja fátæka fólkið í landinu........kannski þær geti upplýst þig eitthvað um fjöldann sem hefur það skítt Íslandi. Talaðu við einstæða foreldra, öryrkja aldraða...og sjáðu það er ekki allt í himnalagi.

Veistu um allt fólkið sem fer ekki í læknisaðgerðir vegna kostnaðar?  Eða til tannlæknis?  Eða bara í klippingu.

Og mig langar að benda þér á að kreppa láglaunafólksins er ekki vegna offjárfestinga. Eða hlutabréfakaupa.

Hækkaðu skattleysismörkin strax...svo fólk geti sparað sér fyrir flugi burtu.

Lyftu nú hausnum upp úr sandbingnum þó ekki væri nema örstutta stund. Og sjá augu þín munu opnast.


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Heldurðu virkilega að strúturinn lyfti hausnum upp ú rsandinum og hlusti á svona heildæði? - Á hverju ertu eiginlega?

Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..heilræði... átti það að vera

Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Kosturinn er sá að á meðan hann stendur með hausinn í sandinum, er hann með rassinn útí loftið svo það er lítið mál að gefa honum duglegt spark...

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei sko báðir Hallarnir búnir að signera!!!!!!!!

Haraldur I.  geri mér engar grillur.  

Haraldur II.  Hann fær sparkið...vertu viss.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Í öllum alvarleika málsins, þá finnst mér eins orðs fyrirsögnin dulítið fyndin og lýsir þeim er um er fjallað e.t.v. í margræðum skilningi!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Landfari

Hólmdís, veistu hvað kreppa er.

Hvert er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkor og vestrænna þjóða? Offita.

Hvert er einn stærsti fjárhagsvandi heimilanna? Afborganir af bíla og hjólhýsalánum.

Það er samdráttur í þjóðfélaginu, það er ekki spurning. Hann er okkur bara bráðnauðsynlegur því við erum búin að eyða um efni fram árum saman.

Að kalla ástandið i dag kreppu er mjög mikil útþynning á merkingu orðsins. Það er til orð sem er andstaðan við þensluna sem verið hefur og það er samdráttur.

Það er allt að því vanvirða við það fólk sem hefur upplifað kreppu að kalla þetta ástand kreppu.

Landfari, 13.9.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er spurning Magnús....en strútar voru ekki leyfðir hér á landi þegar sótt var um það á sínum tíma.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 16:11

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Landfari....við erum fæst á hungurmörkum.  En trúðu því...þeir sem upplifðu aldrei góðærið......þeir upplifa kreppu.  Hvernig heldurðu að fólki sem er á launum innan við 200 þús gangi að framfleyta sér?    Það getur enginn nema Pétur Blöndal. Það er svo langt í frá að allir séu með bílalán og hjólhýsi. Ég á hvorugt.  En margir hafa það gott og margir hafa eytt um efni fram það er rétt.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 16:25

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Landfari  getur verið að þú sért Strútur?

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 16:29

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei, það var merkilegt einmitt að ekki mátti prófa þetta strútaeldi þarna um árið, rámar í það og ekki frekar en að flytja inn krókódílana til Húsavíkur og nágrennis haha!

En veit ekki um vin þinn hérna ónefnda að ofan, hvort hann sé strútur, en hitt veit ég að sjálfur er ég ekki strútur, heldur hrútur!

VAr annars kannski líka að hugsa um "hæð og hreyfingar" ekki síður en hið huglæga hvað strútnefnið á Geir nafna minn varðaði.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Landfari

Hólmdís mín, það er nú bara þannig að margir þurfa að framfleyta sér á innan við 200 þús á mánuði. Það geta það miklu fleiri en Pétur Blöndal. (Hann er hinsvegar einn af fáum þingmönnum sem ekki snobbar niður á við í atkvæðaleit.) Til þess þarf samt ákveðna hagsýni og maður getur ekki leyft sér margt. Ef maður passar sig hinsvegar á að láta ganga fyrir að eyða í sparnað getur maður séð peningana fara að vinna fyrir sig í staðin fyrir að vera sífellt að vinna sjálfur fyrir peninga.

Það er löngu þekkt staðreynd að ef þú vilt verða rík þá skiptir miklu minna máli hvað þú hefur í laun. Það sem skiptir öllu máli er hvað þú gerir við þau laun sem þú hefur.

Ég veit ekki hvort þú hefur þroska til að skilja þetta ef þú kallar alla strúta sem eru ekki sammál þér, en trúðu mér. Ég hef verið í þessari stöðu sjálfur og þekki það af eigin raun. Ég er sjálfur hvorki með bílalán eða hjólhýsi og verð vonandi aldrei svo vittlaus að fara að kaupa bíl sem ég hef ekki efni á en hjólysi gæti ég alveg hugsað mér að eignast en ekki fyrr en ég hef efni á því.

Landfari, 14.9.2008 kl. 12:06

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Landfari....segjum að ég sé einstæð móðir með 200þús í laun.. Borgi 120þús í leigu..þá er lítið eftir til að lifa af.......

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 14:56

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gott innlegg hjá þér, Hólmdís. Ég er svo sammála þér, en ég efast um að Geir líti alla leið niður til okkar frá sínum háa stól, og svo held ég að honum sé líka alveg sama. Hann er jú gulltryggður með eftirlaunafrumvarpinu sínu.

Haraldur II: frábær hugmynd hjá þér!!!

Lilja G. Bolladóttir, 14.9.2008 kl. 19:24

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Lilja.....en Landfari er nú aldeilis ekki sammála.  Geir er ekkert eð hugsa um okkur.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband