13.9.2008 | 19:49
Leðjuslagur..........ekki fyrir viðkvæma.
Nú er ég að leggja lokahönd á sjálfa mig áður en ég skunda til móts við vinnufélagana. Við ætlum að borða á Tapas bar. Ég byrjaði á að láta renna í bað. Smeygði mér svo á þokkafufullan hátt í heitt vatnið og lygndi aftur augunum. Og þá gerðist það. Draugagangur? Allt í einu þeyttist ofan í karið til mín blómapottur. Og baðvatnið varð að brúnni leðju........og flugur flutu ofan á. Dísus hvað mér brá. Bað nr. 2 tókst með ágætum. Svo hófust nú viðgerðir og spörslun á andlitinu og gekk þokkkalega þrátt fyrir að unglingarnir hafi eyðilagt stækkunarspegilinn. Þangað til átti að grípa í sólarpúðrið. Horfið.. En önnur daman á heimilinu fann það. Svo nú er bara að raða sér inn í einhver föt óg njóta kvöldsins. Bara vona að skotarnir hafi ekki klárað úr öllum kútum........skíthrædd um það.
Getur verið að Stones séu að spila einhvers staðar í kvöld?
Athugasemdir
Stones eru í gamla Sigtúni í kvöld - byrja klukkan 23:17. Góða skemmtun!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 19:51
Góða skemmtun..mæli með Rósenberg á Klapparstíg...alltaf góð tónlist....
Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 19:52
Lára Hanna....er það ekki teppabúð? Takk
Sigurður Helgi.................dálítið scary....takk
Takk Haraldur gamla Rósenberg var að minnsta kosti skemmtilegur
Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 20:10
Hehe, hefði viljað vera viðstaddur í baðherbergi dömunnar, segi það upphátt sem hinir strákarnir hugsa bara en þora ekki að tjá.
Og hvers vegna ef þú mættir spyrja?
Nú auðvitað til að slást við draugin, hvað annað!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 20:35
Góða skemmtun, en mundu að ganga hægt um gleðinnar dyr unga dama!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 20:37
"Draugagangur"? Vonandi eru rotturnar ekki enn á ferðinni?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:51
Stones á ekki að taka vinnufélagann með
En góða skemmtun
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 21:04
Hið eina sanna gamla Sigtún er kallað Nasa núna...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:16
Ekki hef ég lent í svona leðjubaði, en nokkrum sinnum hafa kisurnar dottið alveg óvart ofaní fullt baðkar, Þá hefur þurft að skipta um vatn. Ekki fer ég að baða mig uppúr sama vatni og kettirnir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:24
Hvern fjandann ertu að kvarta? :) Fer fólk ekki í leirböð og borgar fúlgur. Þú þarft ekki annað en láta renna í karið fyrir þig og blómið. Góða skemmtun. Húðin örugglega undurmjúk.
Beturvitringur, 14.9.2008 kl. 01:26
, vona að þú hafir skemmt þér mjög vel
Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 08:29
Leirböð hafa verð talin meinholl í gegnum tíðina og margir tilbúnir til að greiða fúlgur fyrir þau. Hér ertu komin með tillögu um meinholl þægindi með lækningamætti sem kosta lítið, umfram nýja mold á blómunum.
Er handviss um að þú hafir skemmt þér vel með Skotunum og fengið nægan mjöð. Hvað varðar galdrapegilinn myndi ég festa hann með skrúfum á þann stað sem þú ein hefur aðgang að. Kannast vel við að augnskuggar, mascarar, blýantar, varalitir, , hverfi. Er ekki ráð að festa snyrivörurnar við einn bás?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:44
Já tek undir með Láru Hönnu, gamla Sigtún í okkar huga er Landsímahúsið þar sem nú er NASA. Hitt byggði Sigmar til bráðabirgða og var sjálfur klósettvörður þar. Það held eg að sé teppaverzlun núna.
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 10:03
það var gaman og allt fullt af skotum!!!! Fundum ekki Stones.....
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 14:14
Fullt af skotum já!?
Skúmaskotum á börunum eða pilsaskotum?
Skotum í tá, eða örvarskotum til hjartans?
Nú eða bara stríðnisskotum ofsakátra starfsfélaga!?
Djúpar pælingar í sumarsólinni fyrir norðan!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 14:32
Skotum já...hvernig???
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 14:38
ég fékk mér eitt skot.....og sá mörg skotapils í skotum...öfunda ykkur af norðlensku veðri.....hér er bara haust....og jakkinn minn ennþá blautut eftir djammið
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 14:59
kannski Stones hafi verið á Nasa.....fórum ekki þangað.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 15:01
Já hér er sko aldeilis sólskinið
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 15:17
Fuku pilsin nokkuð upp um skotana? Þeir eru sko berrassaðir undir
Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 16:08
nei Sigrún ég sá ekki undir.....það væri þo freistandi að lyfta upp pilsföldunum
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 16:15
Ekki dettur okkur körlum að lyfta upp pilsföldum.....nema með sérstöku leyfi
Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 16:28
Haraldur.....það eru svo fáar konur í pilsum nú til dags
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 16:40
Ónei, ekki hérna í sólarparadísinni!
En ég lyfti einu sinni pilsi í leyfisleysi og var auðvitað barin. Upp af gólfi eftir að daman hafði misst það niður um sig, af "Kavalér" hennar því ég varð á undan að lyfta því!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 23:56
Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.