Laun greidd eftir menntun

.....horfði á Menntamálaráðherra fjalla um aukna menntun kennarastéttarinnar í kvöld. Á Stöð 2.  Og sagði hún  aðspurð að aukinni menntun fylgdu að sjálfsögðu hærri laun.  Þá var hún spurð um ljósmæður.....og þeirra kjaradeilu. Og framgöngu Fjármálaráðherra.  Og hvort það væri þá ekki svipað með ljósmæður og kennara að þær þyrfti laun í samræmi við menntun.  Hún virtist hafa ákveðinn skilning á kröfum ljósmæðra.  En Fjármálaráðherra væri í erfiðri stöðu og að það þyrfti að styðja hann!!!!   Og allt í einu var ekki alveg víst að það þyrfti að hækka kennaralaun svo mikið þótt gerðar yrðu auknar menntunarkröfur.

æææ


mbl.is Samningar náðust ekki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Á meðan er dýralæknirinn fullur á hestbaki....

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Solla var líka að bera við kreppu og sagðist hafa skilning á stöðu ljósmæðra en vegna ástandsins í dag væri ekki hægt að hækka um 25% í einni lotu. Samt segir Geir að það sé engin kreppa. Þetta lið er bara að svara út í hött og getur í raun engu svarað, svo ráðalaust sem það er.

Haraldur Bjarnason, 15.9.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur D......KANNSKI ÞESS VEGNA SEM ÞARF AÐ STYÐJA VIÐ HANN

Haraldur B. Jamm satt er það........en ef raunverulegur vilja væri til að laga þessi mál væri það einfaldlega gert

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það gæti nú alveg verið, ég myndi nú bara taka hann af hrossinu og minna hann á dýraverndarlögin......svo mætti láta hann staulast til byggða á tveim jafnfljótum...

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þau eru öll alveg LOST, sko ráðamenn

Sigrún Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Sigrún Óskars

 vandræðagangur á stjórnarheimilinu

Sigrún Óskars, 15.9.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi stjórn hlýtur að falla bráðum, mér virðist hún vera óstarfhæf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já þetta er svolitið orðið pínlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er orðið eins og léleg sápuópera þar sem að enginn veit hver er hvað eða hvað á að gera.

Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 01:08

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

ÉG kenni nú ekkert sérstaklega í brjosti um ráðamenn okkar, allra síst umtalaðan fjármálaráðherra eða handboltaráðherran, en almennt eru nú ráðamenn svolítið ílla á sig komnir núna og vita lítt hhvernig þeir eiga að haga sér gagnvart erfileikunum sem herja á fjármalabatteríið allt saman.

Magnús Geir Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 01:15

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, ég verð að segja það, að ég hafði mikið álit á Þorgerði Katrínu lengi framan af, en álitið hefur heldur dvínað eftir tvöfalda Kínaferð, áherslur á eigin áhuga-málefni og svo er hún svona tvöföld í málflutningi, eins og þú lýsir að ofan, Hólmdís.

Merkilegt sem Haraldur B. segir.... (er Haraldur Haraldur I eða II hérna???...... smá djók, kannski þið Haraldar gætuð hætt að skrifa athugasemdir hvor á eftir öðrum..... ...) .... anyway, merkilegt það sem hann segir um að Solla og Þorgerður lýsa yfir kreppu, en Geir segir enga kreppu og að allt sé að lagast. Þau virðast nota þetta hugtak eins og það hentar þeim best hverju sinni. Og Geir, ef ástandið er að lagast og allt verður all right, af hverju þá ekki að eyða pínu "á krít" og ganga að samningum við mæður ljóssins??

Lilja G. Bolladóttir, 16.9.2008 kl. 01:36

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sporðdreki...jamm

Magnús.....hef litla samúð með þeim

Þau eru komin í þrot í þessu samstarfi Lilja.  Ég hef mun meir álit á ÞK en Fjármálaráðherra.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband