Matvöruverslun ríkisins góðan dag.

.............sá í fréttum í kvöld myndir frá raunverulegri lágvöruverslun í Vínarborg.  Þangað fer fólk sem hefur úr litlu að moða.  Ég hef hugsað talsvert um það undanfarið  þegar matvöruverðið hækkar og hækkar hvort ríkið ætti ekki að reka matvöruverslun. Nú eða sveitarfélögin.  Það er virkilega orðinn þungur baggi á Íslandi í dag að kaupa í matinn.   Þarna fengjust allar grunnneysluvörur en lúxusinn yrðum við að kaupa annars staðar.  Verðlagningin yrði sanngjörn.  Álagningin ekki meiri en svo að verslunin stæði undir sér. Þarna fengist einhvers konar viðmiðunarverð og raunveruleg samkeppni skapaðist.  Ég er sannfærð um að þetta myndi lækka matvælaverð á Íslandi.   Aðrir sem reka matvöruverslanir færu kannski betur með frelsið.

Ég heyri æ fleiri í kringum mig tala um að flytja úr landi............fólk vinnur varla fyrir sér lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður sér nú þótt hagstæðasta verðið hafi verið í Bónus undanfarin +15 ár, hversu mikil auðsöfnun hefur átt sér stað hjá Jóhannesi, og ættingjum hans.  Ekki hefur hann rekið verslunina bara til hagsbóta fyrir almenning. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Magnið af matvælum sem enda í ruslinu hjá verslunum, lagerum og heildsölum, er alveg gígantískt.

Það þarf enginn, nokkurn tíma, að vera svangur á Íslandi....bara ef við nýttum verðmætin.

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

JK  það er hagstæðast fyrir okkur að versla i Bónus....en samt held ég að þeir stjórni matvælaverðinu.  Þeir eiga í flestum fyrirtækjum svo það kemur ekki allur gróðinn í gegnum matinn.

Haraldur það er allt of miklu hent af mat.........og ætti að gefa til hjálparstofnana áður en til þess kemur.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég vann fyrir Aðföng í eitt ár og sá svo miklu hent að mér blöskraði. Þegar ég spurði af hverju t.d. Mæðrastyrksnefnd fengi ekki að njóta góðs af, þá var mér sagt að þau nenntu ekki að sækja þetta.........

....hvað er það ?

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 11:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

skömm að þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband