Trúleysinginn ég

     er enn skráð í þjóðkirkjuna.  Kannski aðallega vegna þess að ég held að það verði ættingjunum til vandræða að hola mér niður hinn hinsta dag ef ég er ekki skráð.  Mín sýn er sú að trúarbrögðin hafi verið heldur til vandræða.   Og betra að vera laus við þau.   Nenni yfirleitt ekki inn í umræður um trúarbrögð.   Mér finnst að það eigi að aðskilja ríki og kirkju.   Fáránlegt samband að mínu viti.  Við eigum að virða trúfrelsi/trúleysi.  Fólk á að hafa val í þessum efnum.  Múslimar vilja byggja mosku..............og eiga að fá að gera það.  Bara spennandi fjölbreytni í byggingalist.  Það er borgaryfirvöldum til skammar að draga lappirnar í þessu.   Margir eru til að segja mér að þetta sé misskilið umburðarlyndi hjá mér.  Er því bara ekki sammála.

Síðastliðinn vetur heimsótti ég mikinn furðustað Cao Dai.  Samfélag rúmlega 4 milljóna Víetnama.  Þar blanda þeir mörgum trúarbrögðum  saman og fara eftir því besta úr þeim öllum.  En afar furðulegt samfélag en friðsælt.

Ég hef  aldrei séð að þeir sem telja sig trúaða hafi eitthvað meira til að bera en við   þessi trúlausu.

Ég ber hvað mesta virðingu fyrir Buddistum ( ekki raunverulega trúarbrögð frekar heimspeki) vegna þess hve friðsælir þeir eru.

Og mér þykir gaman að Ásatrúarmönnum ...því þeir halda uppi okkar elstu gildum.

Mín von er sú að við getum búið á  þessari jörð og virt hvert annað án tillits til trúarbragða.

Og að öðru..............Sjálfstæðisflokkurinn.  Virkar á mig sem sértrúarsöfnuður. No matter what  alltaf er hann kosinn...............Reynum að umbera hann eins og aðra villutrú...............

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Þarna er ég fullkomlega sammála þér.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 05:30

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góð....................!

Þett er kannski einmitt eina færa leiðin til að umbera Sjálfstæðisflokkinn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 06:01

3 Smámynd: Tína

Sammála þér með kenningar Búdda og svo finnst mér allt sem snýr að andlegum málefnum hrikalega heillandi.

Tína, 25.9.2008 kl. 07:24

4 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum (þegar Ólafur Skúlason var valinn biskup), og hef síðan staðið utan trúfélaga.  

Búddisminn finnst mér góð trúarbrögð, mest vegna þess að þeir eru á móti ofbeldi. Og þjóðhöfðingjar mættu taka sér Dalai Lama til fyrirmyndar, og hætta öllu stríðsbrölti.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið sértrúarhópur, vonandi fer meðlimum hans fækkandi. Mér hefur alltaf þótt undarlegt, að ég hitti aldrei neinn sem viðurkennir að hafa kosið þann flokk.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við erum örugglega andlega skildar.

Og varðandi síðustu færslu hjá þér......góð hugmynd.  Við erum náttúrulega með "ríkis" verslanir og það væri ekki slæmt að geta gert öll innkaup á sama stað.

Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:43

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk allar fyrir innlit.  Sigga þeir sem viðurkenna fyrir mér að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn segjast ekki ætla að gera það næst.

Sigún....eg er viss um okkar andlega skyldleika.

Njótið svo dagsins

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 10:47

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún  átti að standa

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 10:48

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ef við værum uppi á miðöldum væru sjálfstæðismenn brenndir á báli........

....og er ekki að koma vetur með kulda og myrkur ?....

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur.....við erum heppin að það eru ekki miðaldir því ég held að við yrðum sett á bálköstinn

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 11:33

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hehehe hugsanlega Hólmdís, við erum nottlega villutrúarfólk og örugglega andsetin múahahahahaha

Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband