25.9.2008 | 13:01
Hver borgar?
Hvað eru margir ráðherrar á landinu í dag? Gaman að gera talningu á því. Og gaman væri að sjá yfirlit yfir ferðir ráðamanna um heiminn. Ég heyrði í morgun að BB gegndi stöðu forsætisráðherra í dag. Mín tilfinning er sú að flandrið hafi aldrei verið meira.
Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sem ég segi, það er ekki í lagi með þetta fólk.
Og sástu hrokaháðið, sem Þorg. Katrín sendir okkur ásamt löngutöng: . „Nú er ég ekki lengur hás eftir Kína og get farið að öskra mig hása á ný,“
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 13:06
Þegar fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots er ekki verið að fara til útlanda á fótboltaleik á kostnað fyrirtækisins. Það er dregið saman í útgjöldum og reynt að spara, til að fórna ekki hluthöfunum, bakbeini fyrirtækisins.....
....Þorgerður er að drulla yfir okkur......mig langar að nota miklu verri orð...
Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 13:09
......það verður að draga saman seglin sagði GHH en þau ferðast sem aldrei fyrr.....
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 13:14
Hvað getur almenningur gert til að mótmæla þessu bruðli sem komið út fyrir allan þjófabálk ? tek undir með Þráni Bertelssyni um daginn: Þorgerður Katrín er siðlaus með öllu og kann ekki að skammast sín.
Skarfurinn, 25.9.2008 kl. 13:29
Það er flótti í stjórnarliðinu ... til útlanda!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.9.2008 kl. 13:32
Æji greyin mín reyniði nú að vera svolítið skemmtileg...
Valur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:34
Þorgerður er búin að fullnýta huggulegt útlit sitt og geðþekka framkomu sem fleyttu henni í gegnum síðustu kosningar. Það eru allir farnir að sjá í gegnum hana... ég held ég ritskoði framhaldið hjá mér
Haukur Nikulásson, 25.9.2008 kl. 13:38
Skarfur.............við getum munað þetta í næstu kosningum
Kjartan Pétur....
Valur.....sjálfsagt að reyna það
Haukur.....sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 13:47
Er hún nú byrjuð enn, þessi ferðaglaði ráðherra.
Svo er eitthvað klapplið sem styður hana og finnst þetta flott hjá henni.
Það er kreppa í landinu og hún ferðast líkt og hinir ráðamennirnir sem aldrei fyrr á okkar kostnað. Er hún ekki í þessum heimi ???
Í hvaða hagkerfið lifir hún ???
Skattborgarinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:55
Þessi kona er ekki í sambandi við neitt nema seðlaveski skattgreiðenda!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 14:19
sammála ykkur Skattborgari og Helga Guðrún
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 14:20
Þið eruð svo miklir smámunarseggir. Ráðherra eða starfsmaður í stjórnsýslu má varla fara út úr húsi því það gæti kostað ykkur skattgreiðendur nokkrar krónur. Þið sjáið ekki skóginn fyrir trjánum, horfið á einhverjar klinkferðir og síðan þegar ríkistjórn / alþingi ákveður að henda einhverjum 300 milljónum í hjálparstarf þá er það bara hið sjálfsagaðsta mál.
Afhverju er ekki nákvæmt eftirlit skattborgara með þeim peningum? Haldiði að ef þetta heitir hjálparstarf þá sé ekkert bruðlað með þá peninga? Það eru fjárhæðir sem eru miklu hærri en einhverjar utanlandsferðir þar sem íþróttamálaráðherra er viðstaddur merkilegan viðburð í íslenskri íþróttasögu.
Það að ráðamaður frá þjóðinni skuli sína kvennalandsliðinu einhvern áhuga er bara jákvætt. Fólk grenjar í sífellum um hvað kvennalandsliðið fái alltaf litla umfjöllun o.s.frv. og þegar Þorgerður segist ætla út og styðja við bakið þeirra þá byrjið þið að væla yfir að hún fari. Manni langar helst að æla yfir svona sorglegu og hrikalega þröngsýnu viðhorfi.
4 milljónir í heildarútgjöldum ríkissjóðs er KLINK. Horfiði á heildarmyndina, hvar er ríkisstjóður VIRKILEGA AÐ BRUÐLA?
Í HVAÐA HAGKERFI LIFIÐ ÞIÐ? Þar sem þið haldið að sjálfsagðar ferðir ráðamanna hafi einhver áhrif á hagkerfi þjóðarinnar. Ég er hvorki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks né Samfylkingar. Ég vil bara að almenningur hafi aðhald með stórum fjárhæðum. En ég hugsa að þessar fjárhæðir séu einfaldlega of stórar fyrir ykkar þröngsýna haus til þess að melta og því væliði frekar yfir klikinu, því það er kannski það eina sem þið skiljið.
Palli (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:30
Palli henni hefði verið nær að styrkja kvennalandsliðið með þeirri upphæð sem ferðin kostar hana. Já mér ógnar bruðlið þegar almenningur er að berjast í bökkum
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 14:35
Munurinn á núverandi ráðherrum og öðru óráðsíufólki er að almennir launþegar verður gjaldþrota eftir að hafa hagað sér svona en ráðherrarnir hafa alltaf aðgang að peningum.
Ég öskra mig hásann af reiði.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:35
garga með þér Húnbogi
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 14:38
Þvílíki grátkórinn. Spurning um að senda vælubílinn af stað til ykkar.
nonni (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:13
Palli og Nonni, þið sjáið ekki aðalatriðið.
Hvernig ætlar þú Palli að réttlæta það fyrir einstæðri móður sem ekki á fyrir mat í ísskápinn, að 4 milljónir séu klink ?
Eða fyrir sjúklingi sem ekki hefur lengur efni á lyfjunum....
Þetta er ákaflega barnalegt innlegg frá þér.
Nonni hefur þú fyrir einhverjum að sjá ? Vinnur þú fulla vinnu fyrir laun sem rétt slefa í atvinnuleysisbætur, áttu veikt barn, ertu geðfatlaður eða aldraður ?
Kjáni...
Haraldur Davíðsson, 25.9.2008 kl. 15:56
Nonni og Palli, þið virðist ekki hafa snefil af siðferðisvitund ef marka má skrif ykkar. Án efa mynduð þið gera það sama og Þorgerður í svona árferði. Það er greinilegt að ykkur finnst þetta bara flott hjá henni.
Það eru ekki aurarnir sem við sjáum eftir í þessa ferð, heldur siðferðið í þessu. Þegar ráðamenn þjóðarinna segja að við eigum að sýna aðhald, þá verða þeir að sýna gott fordæmi.
Þetta er svona svipað og þegar forstjóri fyrirtækis segir að starsmenn sínir eigi að sýna aðhald og lækka verði launin hjá þeim, þá á forstjórinn ekki að fara í dýrar skemmtiferðir á vegum fyrirtækisins á sama tíma.
Skattborgarinn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:23
Mér finnst þetta algjör hroki hjá henni svona á síðustu og verstu tímum.
Dremb er falli næst. Hvernig fór ekki fyrir Íranskeisara. Hroki og dramb hans varð honum að falli. Maðurinn var alltaf í útlöndum að sýna sig með ríka og fræga fólkinu, þangað til að fólkið í Íran fékk nóg og steypti honum of stóli í byrjun árs 1979.
Siggi Ó. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:29
Þau ferðast sem aldrei fyrr, engu líkara en að þau haldi að hver sé síðastur að nota peninga skattborgaranna
Marta B Helgadóttir, 25.9.2008 kl. 16:58
Takk fyrir innlit öll.....Þjóðarsál vegni þér sömuleiðis vel....þín verður saknað
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 19:25
Hm, þín elskulega Þjóðarsál, er nú eldri en svo og reyndari að barn í skrifum teljist og allt of orðglúrin til að þykjast einvher nýgræðingspenni!
En menntamálatúttan er fyrir löngu farin að fara í taugarnar á mér og vil því sem minnst af henni vita."Jónarnir" sem eru flaðrandi upp um hana sem hundar væru, eru bara að því vegna ástar á snoppu hennar!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.9.2008 kl. 20:41
Magnús..Þjóðarsálin mun ekki geta stillt sig alveg Vel skrifandi er hún.
Já hún er nógu snoppufríð..............
Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 21:12
Er einhver ráðherra staddur á landinu? Þeir virðast vera út um hvippinn og hvappinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 00:38
Tína, 26.9.2008 kl. 07:35
JK þeir eru einhverjir reyndar ss BB !!!!!!!! Allir hafa orðið varir við hann undanfarna daga.
Takk fyrir innlit Tína.
Búkollabaular...........kannski kemur að því að við rísum upp.
Mér skilst að borgarstjórnarfundur hafi fallið niður í gær vegna manneklu!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 26.9.2008 kl. 09:24
Hæ skvís. Er komin á stjá, læta heyra frá mér oftar á næstunni, öll að koma til. Hafðu það sem best mín kæra og góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.