30.9.2008 | 01:34
Jómfrúarliljur
Núna þegar garðurinn minn hefur misst allan sinn sumarsjarma eru jómfrúarliljurnar (gladíólurnar) byrjaðar að blómstra og hvílík fegurð. Háar hvítar og glæsilegar. Rokið þó búið að skekkja þær aðeins. Það hefur verið svo leiðinlegt veðrið að ég er löngu hætt að hirða garðinn og það sést vel. Vonandi viðrar einhvern tímann til að setja niður haustlauka.....sem eru ávísun á litríkt vor. Annars finnst mér þessi tími frá 1. okt til jóla alltaf svo óskaplega fljótur að líða. Tími kertaljósanna. Ég er mikið fyrir að kveikja á kertum úti í garði en þetta haust hefur eins og síðasta haust verið full blautt og vindasamt til þess arna. Nú er að kólna en það er í lagi bara ef það er stillt og þurrt.................allt nema rigningu og rok takk pent.
Athugasemdir
Já takk, ég bið um það sama, allt nema þetta helv... rok og rigningu.....
Annars upplífgandi að lesa svona færslu eftir allar reiðifærslurnar um ríkisstjórnina og bankamennina og og og.....
Lilja G. Bolladóttir, 30.9.2008 kl. 02:10
Já Lilja maður verður að róa sig niður annað slagið.....passa upp á þrýstinginn sjáðu til ( þó minn sé nú eins og í fermigarbarni).
Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 02:16
Fátt fallegra en náttúran í haustbúningi. Hrikalega langar mig orðið að sjá garðinn hjá þér fermingarstúlkan mín.
Knús á þig kona
Tína, 30.9.2008 kl. 06:53
Tína mín þú verður að koma við næsta sumar......hann er lítið fallegur eftir mánaðarrok og rignin
Vala já það er notalegt að sitja við kertaljós..........
Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 08:18
Elska haustid med allri sinni litadýrd,kertaljósunum og dimmunni.......Undir teppi á haustdögum med bolla kakó er bara dásamlegt.
fadmlag á tig inn í gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 30.9.2008 kl. 08:56
sömuleiðis jyderupdrottning..
Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.