1.10.2008 | 23:25
Fleiri leita til geðdeilda
.....Óttar Guðmundsson geðlæknir sagði í kvöld að geðlæknar yrðu varir við aukna andlega kreppu í fjárhagskreppunni. Kemur varla á óvart. Fólk fyllist þunglyndi og kvíða. Og því miður er líklegt að sjálfsvígum fjölgi. Allt of margir eru komnir í þrot. Kannski við ættum bara að nota "símapeningana" til að bæta stöðu þeirra verst stöddu? Það er ekkert upplífgandi að fylgjast með fréttum þessa dagana. Ég held að fjölmiðlar ættu að vera duglegri að finna gleðifréttir fyrir okkur. Eitthvað jákvætt er nú eftir í henni veröld. Kannski gætu fréttamenn byrjað hvern fréttatíma á góðum brandara og endað svo á skemmtilegri frétt. Það yrði miklu léttara fyrir marga að fara inn í skammdegið ef þetta yrði gert. Annars hefur fréttastofa sjónvarps verið dugleg að birta skemmtilegar fréttir og auglýst eftir þeim og er það mjög jákvætt. Nú svo gætum við haft dag góðra frétta.
Verum svo góð hvert við annað...........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held sveimér þá að þeir á geðdeildinni hafi hlustað á mig, þegar ég sat og spjallaði við þá í dag.
ÞJÓÐARSÁLIN, 1.10.2008 kl. 23:43
Eitt er víst Hómdís mín....við verðum ekki atvinnulausar
Sigrún Jónsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:46
Tek undir með Sigrúnu. Það er alveg ljóst að hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og allar aðrar heilbrigðisstéttir hafa í nægu að snúast á næstunni ekki síst á geðdeildum og afvötnunarstofnunum. ...kannski óskastaða fyrir ykkur en ekki marga aðra.
Haraldur Bjarnason, 1.10.2008 kl. 23:51
Þorlákur minn vona bara að þeir hlusti á þig . Að minnsta kosti talarðu nógu mikið. Komdu svo með einhverja uppskrift af góðum puttamat!!!!!!!!!!
Sigrún..................ALDREI
Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 23:52
Halli minn við Sigrún verðum seint atvinnulausar............kannski það sé smáskaðabót á launin og oft á tíðum álagið............þótt ég hafi átt manneskjulega daga í minni vinnu undanfarið.
Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 00:03
Gaman að heyra húmorinn í spjallinu hjá ykkur. Hann er betri en mörg pillan, er Það ekki?
Jón Halldór Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 01:36
Sigurður Helgi....síminn er 999666
Jón Halldór húmor er betri en öll heimsins geðlyf
Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.