Verslunarferð

...ég fór í verslunarferð í gær. Kaffipakkinn sem ég borgaði 725 kr  fyrir í 10-11. kostaði í gær  474 í Bónus.

Annars er merkilegt að versla í Hagkaup og Bónus í Holtagörðum. Verðmunurinn er mikill.  En af hverju getur ein baunadós kostað 70 kr í Bónus en 130 kr í Hagkaup?  Það er innangegnt á milli verslana og ég er viss um að dósirnar eru sóttar á sama lagerinn.  Sama gildir um aðrar vörur þarna.  Afhverju látum við endalaust fífla okkur?

Í Hagkaup þurfti ég aðstoð en fann engan starfsmann svo ekki er það þjónustan sem við erum að borga fyrir. 

Annars er dagurinn bjartur og fagur. Bankarnir lokaðir svo okkur er óhætt að láta eins og allt sé í himnalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta heitir okur á íslensku.

Víðir Benediktsson, 4.10.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sannarlega Víðir er þetta okur. 

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Skoðaðu muninn á húsnæðinu, innréttingunum, oppnunartímanum, auglýsingunum frá búðunum, vöru úrvalinu (hagkaup er ótrúlegt úrval bara af pasta), ferskleika varanna. Veldu svo bara hvað þú villt borga fyrir hlutina. Sumir láta aldrei sjá sig í Bónus, ekki nógu fínt! Aðrir láta skynsemina ráða.

Hansína Hafsteinsdóttir, 4.10.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já auðvitað er mikill munur á útliti verslananna en þjónustu hef ég aldrei getað fengið þarna.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 10:20

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvernig dettur þér í hug að kaupa eitthvað í 10-11, það eru okurbúllur. Hagkaup er ekki með eins hátt verð og margir halda. Til dæmis fyrir mig, sem er einn í heimili, þá er oft á tíðum ódýrara að kaupa inn í Hagkaup vegna þess að þar er kjötborð sem maður getur keypt í stykkjatali úr en ekki allt í pakkningum fyrir vísitölufjölskyldu eins og í Bónus. Verð stundum leiður á að éta það sama alla vikuna.

Haraldur Bjarnason, 4.10.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur ég keyri ekki bíl og 10- 11 er nánast við hliðina á mér.  Versla aldrei þar nema í neyð!!!!!  

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Munið þið þegar Hagkaup var eina lágvöruverslunin á Íslandi og sumir létu ekki sjá sig þar inni?

Hagkaupsslopparnir, sem allar konur úti á landi og kannski konurnar í Verkó og Bröggunum í Reykjavík áttu og gengu í svona dags daglega

Núna er Hagkaup lúxusverslun (hún er það Haraldur), og þegar varan þar fer að komast á síðasta söludag er hún endurpökkuð og seld í Bónus.  Sömu eigendur og  sömu byrgjar.

Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:23

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hreinlega skil ekki þennan mismun á verði. Þegar ég var heima í sumar (5 vikur) þá verslaði ég í Krónunni á höfðanum. Það á víst að vera ein ódýrasta búðin en ég upplifði það samt að fá hálfgerðan kvíðahnút í magann þegar ég nálgaðist kassana og fyrirhugaðan aðskilnað persónu og penings...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.10.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú ég man sannarlega Hagkaupssloppana

Þetta skil ég vel Helga Guðrún matarverð hér er það hæsta sem þekkist

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég versla aldrei í 10-11 eða í Hagkaup. Bara í Bónus og Fjarðarkaup.

Við látum allt yfir okkur ganga, mótmælum aldrei í alvörunni, erum bara að nöldra hvert í sínu horni. Eða hvað?

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 18:04

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fröken Hómdís,hefur vissan stíl,

hátt- þó vissulega sýnist prúð.

Kona er, sem keyrir ekki bíl

og kaupir sjaldan inn í næstu búð!

Partýkveðja!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 19:53

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Magnús....

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 20:04

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert!

En hva, er svallið ekki að byrja!?

Magnús Geir Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 20:12

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór í Bónus í dag og voru margar vörur uppseldar, t.d Barilla og allt annað spagettí, og ég fékk síðustu tómatsósuflöskuna.    Ætli Bónus fari á hausinn í næstu viku?  Ekki yrði ég hissa á því.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.10.2008 kl. 01:23

15 Smámynd: Beturvitringur

Samblokkingur minn spurði mig í morgun hvort ég væri að fara í Bónus. Nei. Nú ætlarðu ekki að hamstra? Hverju, og af hverju?  Nú það var bent á að ekki fengist gjaldeyrir til innflutnings mikið lengur.  Ég sagðist ekki hafa neina löngun til að eiga fulla skápa af hömstruðum mat, ef fólk sylti svo í kringum mig... og sofnaði svo aftur.

Beturvitringur, 5.10.2008 kl. 03:28

16 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Er að verða tómatsósulaust á landinu. Hvað með kattasandinn?

ÞJÓÐARSÁLIN, 5.10.2008 kl. 08:53

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tómata má rækta í Hveragerði og nóg er að skeljasandi á Skaganum.

Haraldur Bjarnason, 5.10.2008 kl. 10:56

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Einmitt Haraldur.  Það er ekki stærsta vandamálið þótt vöruúrval minnki.ee

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband