Núllstillt Nýja Ísland

......Sjáum tækifærin í því.  Á einni viku erum við öll orðin hagfræðingar.  Við höfum verið rassskellt allóþyrmilega. Sum okkar að ósekju. Reynum að læra af þessu.  Myndum okkur skoðanir á því í hvernig samfélagi við viljum búa í.   Lífið er hreint ekki búið....kannski rétt að byrja.  Við lærum kannski að forgangsraða rétt.  Hver eru raunveruleg verðmæti okkar í lífinu?  Hvað þarf til að byggja upp gott samfélag?  Kannski höfum við jafnvel gott af smáskelli.   Ísland hefur alla burði fyrir gott þjóðfélag.  Við verðum öll að takast á við erfiðleika.   Enginn getur skorast undan. Tími græðgisvæðingar er liðinn. Tími ofurlauna er liðinn.  Tími einkavinavæðingar er liðinn.  Vonandi er tími jafnréttis að renna upp.

Okkur verður bjargað úr verstu krísunni.  Svona "falleg, vel menntuð vestræn þjóð verður ekki gerð hungurmorða"   En lærum. Hugsum. Vöknum.    Það gleður mig að "útrásarvíkingarnir" gefa kost á sér í viðtöl.  Þeir eru ekkert flúnir.  Kannski geta þeir skilað einhverju til baka. Ég hef enga trú á að þeir vilji  Ísland gjaldþrota. Ég hef fulla trú á að þeir muni gera sitt besta.

Gamla Ísland eins og við þekkjum það er farið ( Sigurgeir Orri)  en það gefur okkur tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt.

En við sem þjóð verðum að vakna.....og vita hvernig þjóðfélagi við viljum búa í.

En margir þurfa neyðaraðstoð núna og ég held að stjórnvöld séu að gera sitt besta til að tryggja það.

Fögnum Nýja Íslandi,  landi jöfnuðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að þessi kreppa, þegar upp er staðið muni reynast okkur góð og vona ég að ofurlauna, starfsloka, bónusgreiðslu karlarnir og þær fáu konur sem fengu svoleiðis samninga sjái að sér og hafi venjulegar launakröfur í frammi ef þau fá aftur vinnu.  Ein bjartsýn á betri tíð með blóm í haga.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

JK ég er að fyllast bjartsýni

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 02:38

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá - flott skrifað hjá þér. Ég er bara líka bjartsýn með blóm í haga.

Sigrún Óskars, 11.10.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk gamla hollsystir

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband