Ísland stórasta rannsóknarverkefni heims?

......Ég legg til að erlendum háskólum verði boðið að rannsaka Íslenska efnahagsundrið og spillinguna á Íslandi undir stjórn færustu sérfræðinga.   Það er nauðsynlegt að rannsaka hvað hér hefur gerst.  það þarf  að skoða  ofan í kjölinn  aðkomu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, bankanna, SÍ,  útrásavíkinganna  að íslenka efnahagsundrinu og síðan hruninu.   Þetta er örugglega spennandi verkefni fyrir doktorsnema í hagfræði.  Og myndi koma okkur á kortið vegna spillingar.  Það sorglega og ótrúlega virðist vera að gerast að ríkið er að reisa bankana við með áframhaldandi spillingu og einkavinavæðingu.  Stjórnvöld hvetja okkur til að leita ekki sökudólga.....hvers vegna?

Við verðum að fá að vita hverjir bera ábyrgð á þeim mannlegu  harmleikjum sem nú eiga sér stað á Íslandi og við sjáum ekki fyrir endann á.

Lokar Kauphöllin hér endanlega?  


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er að sjálfsögðu sammála 

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Erlingur.....ég held að allur almenningur telji landið gjörspillt.

Sigrún mín auðvitað ert þú sammála......ég verð að fara  að skrifa eitthvað sem þú mótmælir kröftuglega

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þeir sem gerðu könnunina um spillinguna hljóta að vera samsekir   Það sem gengið hefur á undanfarin ár í fjárfestingum elítunnar er ekkert annað en spilling.  Í boði sjálfsstæðisflokksins, framsóknarflokksins, og samfylkingarinnar.  Fuss og svei. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Með einkavæðingu er hægt að fela alla slóð. Eftirlit með öðrum hætti en í opinberum rekstri.  Ríkisflokkarnir aðhyllast einkerekinn rekstur frekar en opinberan sem er meira háður lagaramma og eftirliti. Svo einfalt er það. Ef menn ætla sér að stöðva tiltekna grunnþjónustu í krafti einkavæðingar, er harla lítið hægt að gera við því.

Sömu lögmál gilda um starfsmenn, þeir opinberu starfa undir skýrm laga- og regluramma varðandi réttindi og skyldu.r Áhrif þeirra laga hafa Sjálfstæðismen lengi barist fyrir að draga úr með einkavæðingu og einkarekstri. Þeir lögðu því allt kapp á að fá heilbrigðisráðuneytið þetta kjörtímabil. Klókir.....

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband