75-100% verðbólga?

.........þannig spá erlendir sérfræðingar fyrir okkur.  Hvernig lítur næsta þjóðhagsspá út?  Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur almennt launafólk að verðtrygging lána verði afnumin ef ekki er meiningin að við lendum öll á götunni.  Það er varla þjóðhagslega hagkvæmt að láta fólk missa húsnæði sitt í hrönnum,  fólk sem hingað til hefur tekist að standa í skilum.  Loksins kom lækkun stýrivaxta í dag en ég held að skrefið hafi verið of lítið fyrir almennt launafólk.

Er ríkisstjórnin að semja af sér vegna innlánsreikninga í Bretlandi, Hollandi og víðar?   Er verið að ábyrgjast meira en þörf er á ?  Heldur klúðrið í efnahagsstjórninni áfram? Er ríkisstjórnin að panikkera?

Annars er ég búin að fá mörg rafræn faðmlög.........takk fyrir það.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert er svo slæmt að ekki sé hægt að "laga það" með því að benda á eitthvað verra. Ég held að það verði betra að búa á Íslandi en í Simbabve.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 03:32

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður Húnbogi....en er ekki betra veður hjá þeim?   Stjórnvöld geta líka gert okkur þetta bærilegra

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 03:50

3 Smámynd: Tína

Einmitt spurning hvort Húsasmiðjan og Byko þyrftu ekki að vera með helgartilboð á hjól börum. En ég vonaði svo sannarlega að seðlabankinn færi eftir þeim ráðleggingum sem hafa heyrst alls staðar að um að lækka stýrivexti í það minnsta niður í 8%. En við skulum nú ekki gefa upp alla von. Það væri þá lítið eftir ef við misstum það líka.

Knús á þig dúllan mín

Tína, 16.10.2008 kl. 06:22

4 Smámynd: Tína

Ohhhhh þoli ekki stafsetningarvillur......................... hjólbörur átti víst að vera í einu orði og leiðréttist það hér með.

Tína, 16.10.2008 kl. 06:23

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlitskvitt til tín...

Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gvuð forði okkur frá slíkri verðbólgu.  Nei ég held að ríkisstjórnin sé ekki að semja af sér. 

Lækkun stýrivaxta hjálpar þeim sem skulda tímabundið og ég vek athygli á því að það hefði átt að vera búið að lækka stýrivexti fyrir lifandis löngu.  Núna í verðbólguskotinu eru háir stýrivextir fremur réttlætanlegir.  Verðbólgumarkmið Seðlabankjans fyrir árið 2008 voru 2.5 prósent.  Þeir voru með stýrivextina í 15,5.  Þessir óhugnanlegu stýrivextir hafa ekki dugað sem stjórntæki.  Er ekki geta stjórnenda Seðlabankans fullreynd?  

Jón Halldór Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 11:49

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón Halldór  ég held að þurfi að skipta um stjórnendur strax

Tína, vona að við þurfum ekki hjólbörur

Takk fyrir kveðju jyderupdronning

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 12:04

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef ekki fengið eitt einasta faðmlag og svo sem ekki undarlegt, stelpurnar einkum og sér í lagi vita nefnilega, að þær losna seint eða ekki úr því!

En neinei, engin and-, svita-, eða reykfýla af stráknum aftur á móti, öllu óhætt þess vegna.

En heyrði einhvern "Spesíalistan" hjá Danske Bank tjá sig um þetta, en hann vildi nú líka meina Hólmdís mín, ötula baráttukona fyrir stýrivaxtalækkun, að lækkun vaxtanna hefði ekkert að segja!?

Húnbogi orðaði það vel já, eða það sem stundum er notað líka, "Að svo má böl bæta, að benda á eitthvað annað"!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 17:14

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús nú sendi ég þér rafrænt faðmalag.  Það gengur ekki annað.  Ég held  að vaxtalækkunin sé of lítil en hún hefur að segja fyrir okkur sem erum að borga af lánum

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 17:29

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk en´eins og fyrr sagði, er ekkert víst að þú losnir aftur!

Nema að ég fái bara stuð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband