Mótmæli á Austurvelli......kunna Íslendingar að telja?

..............Ég var ekki þar.  En er búin að vera mjög hugsi. Ég vil Davíð burt úr SÍ.  Hann ber mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem við erum í núna.  Hann ákvað sjálfur að naga blýanta í SÍ því það gefur vel af sér samhliða eftirlaununum sem hann kom á sjálfur. Í óþökk okkar flestra að ég hygg.  En hann ber ekki einn ábyrgð. Nema að það sé viðurkennt að hann hafi verið einvaldur. Því hefðu mótmælin átt að beinast að SÍ, Fjármálaeftirlitinu og stjórnvöldum.  Ekki bara að einum manni.  Ég var að vinna í kvöld en fylgdist með netmiðlum.  Það þarf greinilega  að gera skurk í menntamálum hér á landi.  Þjóðin kann ekki einu sinni að telja !!.  Tölur um mótmælendur voru frá: á fjórða hundrað upp í 4 þúsund.   Kannski við ættum að fara finnsku leiðina út úr kreppunni og efla skólana. Þeir sem missa vinnuna geti þá sest á skólabekk og aflað sér frekari menntunar.  Jafnvel lært að telja.  En þjóð sem kann ekki að telja hlýtur að vera vonlaus í fjármálum.

Skuldatölurnar eru svo svimandi  að ég á bágt með  að halda jafnvægi þegar ég sé þær.  En við láglaunafólkið erum föst hér á Íslandi.  Reyndar skilst mér að íbúðir séu farnar að seljast.  Það er svo erfitt að sofa á milljónunum sem fólk tók út úr bönkunum svo nú er fjárfest í Rólex,koníaki og steinsteypu. En þó mér tækist að selja íbúðina mína get ég ekki flutt úr landi því krónurnar sem ég fengi fyrir hana eru verðlausar. Við erum hneppt í ánauð.  Ég sem hélt að ég gæti farið að hafa það þolanlegt.

En getur einhver frætt mig um afhverju Ísland þarf 3 seðlabankastjóra þegar flestar þjóðir láta sér nægja einn?  þurfum við ekki einhver önnur vistunarúrræði fyrir útbrunna stjórnmálamenn?

Ég vona að fólk sé að vakna af dvala og fjölmenn mótmæli verði næstu laugardaga gegn valdhöfum þessa lands.  Hér þarf að sótthreinsa hvert skot.


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er þetta fólk á miklum villigötum, þetta er einelti af verstu gerð og gerir ekkert annað en skaða okkur. Snúumbökum saman og krefjumst þess að útrásragaukarnir komi með peningana inn í landið sem þeir hafa haft af okkur. Sem dæmi nefni ég að fyrir nokkrum árum var mikil hneikslan yfir Bónusbátnum Víking sem kostaði 90 miljónir. 101 nýji báturinn hanns Jóns Ásgeirs kostar litla sex miljarða. Hannes Smárason sem var svo illa staddur þegar hann yfirgaf landið að fjármögnunarfyrirtæki tóku af honum bíana sem voru á bílalánum, býr nú í fimmhundruð miljóna íbúð í London og ekur á Bentley og Porse. Þetta eru lítil dæmi um hvar peningarnir okka eru. Látum Davíð í friði, árásir á hann skila engu.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 05:22

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Sótthreinsa hvert skot. Og hvern kima.

Bergur Thorberg, 19.10.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ómar ég er sammála því að útrásarvíkingarnir  eiga að borga en DO á einnig að axla ábyrgð....og margir fleiri

Bergur.....sannarlega þarf hreingerningu

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband