21.10.2008 | 01:32
Atvinnuleysi
Ég þekki unga konu sem býr vestur á fjörðum. Þar missti hún vinnuna sína. Eiginmaðurinn hefur einhverja takmarkaða vinnu. Þau eru með ung börn. Nú er hún komin í annað sinn til Reykjavíkur í íhlaupavinnu sem gefur lítið af sér....það kostar jú að koma sér á milli staða....en eitthvað smávegis fær hún þó út úr þessu. Hún saknar auðvitað barnanna sinna og þau sakna hennar. Mikið óskaplega held ég að það sé auðvelt að gefast upp í þessari stöðu. Ekki beinlínis fjölskylduvænt.
Á mínum vinnustað virðast allir þekkja einhvern sem hefur misst vinnuna....og allir þekkja einhverja sem eru að komast í greiðsluþrot.
Mér þykir sárt að vita að við eigum eftir að missa margt ungt fólk úr landi. En það er varla gerlegt heldur að fara því þótt þú gætir selt eignina þína hér er ekki sjálfgefið að þú getir flutt peningana þína með þér.....og svo eru þeir harla lítils virði.
Íslendingar sem hafa lokið námi erlendis sjá varla hag í því að flytja heim
Nú verður að fella niður verðtryggingu á lán.....og hækka persónufrádrátt. Við stöndum ekki undir því ef margir einstaklingar verða gjaldþrota. Það hlýtur að vera dýrara fyrir samfélagið ef fólk lendir í hrönnum í greiðsluþrot heldur en að gera ráðstafanir sem duga til að forða fólki frá því.
Það er skelfilegt ef sofandaháttur ráðamanna undanfarin á hrekur fólk úr landi.
Staðan verri en af er látið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir ráðamenn hugsa bara um sinn eigin rass, aðrir mega bara eiga sig. Það er skömm að þessu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:35
Þetta er svona af því að við leyfum það...ekki einu sinni DO og GH trúðu því að þeir kæmust upp með síðasta ævintýri sitt, komnir með lífverði....það er það eina góða við kreppuna, kannski vaknar fólk upp af þyrnirósarsvefninum og hættir að væla eins og prinsessan á bauninni....það er allavega komið nóg af sofandahætti.
Það klikkuðu allir í þessu peningarugli, bankarnir, Seðlabankinn, skipaðar eftirlitsnefndir, fjölmiðlar, fólkið sjálft....allir.
Haraldur Davíðsson, 21.10.2008 kl. 02:07
Haraldur...missti því miður af spileríiu þínu um daginn......reyni næst
Þyrnirós er að vakna......verðmætamatið mun breytast....kannski þurfti þjóðin rassskell
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 02:22
Frábært viðskiptatækifæri fyrir menntastofnanir... kenna fólki smá stærðfræði (þessi athugasemd inniheldur vísbendingu).
Björn Leví Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 02:28
Sæl Hólmdís.
Það er einhver Óeðlilega sofendaháttur á þessu öllu saman. Nei.
Það eru stór orustur innandyra UM ÞAÐ hvern eigi að vernda og hvern ekki. (þetta er mitt álit).
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 02:31
Björn Leví.....kennir þú stærðfræði?
Örugglega eru háðar orrustur...........
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 03:00
Nokkuð trúverðug kenning hjá Þórarni hér að ofan. Heldur einhver að "innandyra" séu menn uppteknir af því að knúsast ???
En Hólmdís, þessi saga þín minnir á það hvernig atvinnuleysi getur sundrað fjölskyldum og það er alvarlegt mál. Nú væri gott ef allt þetta tal um "atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni" hefði verið meira en bara tal.
Kær kveðja,
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 03:00
Og Björn Leví.....þótt fólk kunni einhverja stærðfræði þá getur það varla reiknað út þetta dæmi sem við stöndum fyrir núna
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 03:04
Hildur Helga....nei það er ábyggilega ekkert knúserí bak við luktar dyr....allt á suðupunkti.
Atvinnuleysi getur auðvitað rústað lífi fólks sem getur ekki lengur staðið við sínar skuldindingar....þess vegna verður að koma til móts við það
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 03:22
Tad er med ólíkindum ad menn sem hafa silgt tjódarskútunni í strand seu teir sömu og eiga ad bjarga henni...Hafa teir lært eithvad ??Eru teir vitrari í dag en í gær???
Ég bara spyr.
Kær kvedja
Gudrún Hauksdótttir, 21.10.2008 kl. 06:35
þetta er rétt að byrja en vonandi hjálpa þessi lán
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 09:10
það verður að fella niður verðtryggingu á lánum. Skrítið að það var ekki gert þegar krónan okkar var sterk.
Hólmdís mín átt þú góðan dag.
Má ekki fara að treysta þessari þreyttu þjóð ????
Anna Ragna Alexandersdóttir, 21.10.2008 kl. 10:59
Staðan er miklu verri en af er látið, því er nú ver og miður. Og þessi gilda spurning frá Þórarni á fullan rétt á sér....Hvern á að vernda? og það í víðu samhengi.
Hvað verður um unga fólkið, framtíð Íslands, sem er skuldsett upp fyrir haus þegar það missir vinnuna? Hvernig á þetta fólk að standa í skilum á strípuðum atvinnuleysisbótum? Þetta er fólkið, sem er með börn á sínu framfæri....ætli það yfirgefi ekki skútuna?
Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:55
Og í framhaldi af þessu....dóminóáhrifin....ábyrgðamennirnir, þ.e. foreldrar og ættingjar
Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:56
Verðtryggingin verður að fara. Eigðu sömuleiðis góðan dag.
Sigrún..margir reyna að komast burt....en það er líka erfitt. Staðan er kolsvört.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 17:08
Góður pistill og góð komment.....
Lilja G. Bolladóttir, 21.10.2008 kl. 18:53
Góður pistill og mörgum góð lesning,það er mikið af fólki sem hefur aldrei þurft að skera niður hjá sér og það hlýtur að vera erfitt núna þegar engu hefur verið hægt að stela undan.Hver fór með allt í strand?
Guðjón H Finnbogason, 21.10.2008 kl. 20:02
Takk Lilja og Guðjón.
Já hver fór mað allt í strand
Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 20:25
Ég kenndi stærðfræði áður en ég fór í meira nám.
Tökum þessi lán aðeins til skoðunar: 600 milljarðar frá Bretum og eitthvað að auki frá Hollendingum. Það hefur verið nefnt að þjóðarframleiðsla Íslands sé 14 milljarðar (kannski röng tala en hún virkar samt hvað varðar þetta dæmi) ...
600 milljarðar með aðeins 2,3% vöxtum á ári þýðir 14 milljarðar bara í vexti á ári. Ef vextirnir eru lægri þá er það bara betra en hversu líklegt er það? 2,3% vextir af þessu láni þýðir að öll framleiðsla Íslands (ef hún hækkar ekki) fer að eilífu í að borga fyrir bara vextina af þessu láni. Það er ekki fræðilegur möguleiki að við getum nokkrun tíma borgað þetta lán.
Jú jú, við getum selt einhverjar eignir upp í höfuðstólinn en það þýðir bara að verðmæti Íslands minnkar og þar af leiðandi lækkar verðgildi krónunnar. Gjaldmiðillinn fer í frjálst fall og verðbólgan fer á milljón sem verður til þess að það verður enn erfiðara að borga lánið.
Einhvern vegin virðist það vera að íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á bresku sparifé í gegnum íslenska ríkið. Ég segi bull og vitleysa!
Björn Leví Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 01:41
Djö vesen er þetta, lánið er víst í Íslenskum krónum og GDP talan sem ég nefndi er í dollurum. Enn eitt dæmi þess að það er rugl að halda í þessa íslensku krónu ... svona svipað og þetta: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/1/17/Metric_system.png (metrakerfið á móti úrelda kerfinu) ... það fyndna er að íslenska krónan er úreldari en kortið gefur til kynna :D
Björn Leví Gunnarsson, 22.10.2008 kl. 02:21
Takk fyrir reiknisdæmið Björn Leví.....nei
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 09:02
ekki veit ég afhverju svarið fór af stað.........en við fórnum krónunni það er augljóst Þetta er engan veginn glæsilegt.
Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.