Kæri Jóli

.....Heill og sæll. Já nú er hart í ári hjá smáfuglunum. Við hér á Alcoaeyju erum í dálitlum hremmingum.   Við þurftum meira að segja  að skipta um nafn því gamla Íslandsnafnið var ekki að gera sig lengur.  Fengum meira að segja greitt fyrir það.  En þetta er ekki  okkur að kenna það er búið að skoða það.

Stjórnvöld segja að þau beri ekki ábyrgð á þessu.

Framsóknarflokkurinn segist saklaus.

Sjálfstæðisflokkurinn var bara hissa þegar þetta var borið upp á hann.

Samfylkingin segist hafa verið of stutt við völd til að geta borið ábyrgð.

 

Bleðlabankinn ber enga ábyrgð....þeir fullyrða það.

Fjármálaeftirlitið er saklaust eins og nýfætt barn.

Bankarnir eiga enga sök.....þeir eru vissir um það.

Auðmennirnir eru í sárum eftir þeim var kennt um það alsaklausum.

Svo eftir erum við almenningur. Við erum víst sek og verðum því að borga sektina. Á okkur dæmist ábyrgðin......þótt allir ofantaldir hafi fengið greitt til að bera hana.

Að vísu eru nokkrir útlöndum sagðir hafa verið vondir við okkur.  

Kæri jóli því kæmi sér best að þú settir gjaldeyri í jólapakkana í ár. Mörg okkar hafa lengi haft úr litlu að spila í þessu dýrasta landi heims og við bara getum ekki borgað.  Jóli minn ég vona að þú sjáir þér fært að verða við þessari ósk annars fer illa fyrir okkur mörgum. Kær kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Stefáns.

 Góð.

Elías Stefáns., 23.10.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir það Elías

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband