24.10.2008 | 01:32
Tossalisti fyrir Alþingi......fyrir morgundaginn og næstu viku.
Nr 1........afnema eftirlaunaósómann
Nr 2........setja þak á laun hjá ríkinu......segjum að það verði 1.2 millur
Nr 3........setja lög um lágmarkslaun.....250 þús
Nr 4........hækka skal persónufrádrátt
Nr 5........afnema verðtryggingu á lán
Nr 5........þyggja alla mögulega aðstoð IMF og norðurlöndunum
Nr 6......Undirbúa mál við breska ríkið, loka sendiráðinu í London og senda þann breska heim.
Nr 7......Skipta um stjórn í SÍ......framvegis verður þar einn bankastjóri í stað þriggja og með tilskylda menntun
Nr 8 Skipta um menn í brúnni hjá Fjármálaeftirlitinu.
Nr 9.......lögð verða niður embætti aðstoðarmanna ráðherra....það fé sem sparast verði sett í málefni aldraðra og öryrkja
Nr 10..... Spara þarf ferðakostnað ráðamanna....og aðeins farið í þau ferðalög sem teljast nauðsynleg. Þingmönnum bent á að auðvelt er að eiga samskipti við útlönd í gegnum síma og internet.
Nr 11. Farið verði fram á að fjárglæframenn verði framseldir til Íslands og eigur þeirra frystar á meðan mál þeirra verða rannsökuð
Nr 12...leggja drög að fækkun sendiráða.
Æi.....þeir ráða ekki við meira þessa vikuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Athugasemdir
Frábær listi ég styð hann eindregið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2008 kl. 01:47
Líst vel á listan. Ætli nokkur af stjórnarliðum mæti samt til að sinna almennum þingstörfum á þessum síðustu o verstu tímum? Er ekki allt í nefnd, nefndarnefndum og nefndarnefndarnefndum???
Fæstir þingmenn virðast þó fá einhverja heildarmynd á máin, stjórnarþingmenn fá ekki einu sinni allir að ,,vera memm". Sé ekki betur en að meira að segja Pétur Blöndal sé farinn að narta í félaga sína
Við bloggvinirnir verðum að fara stofa nýtt stjórmálaafl hið snarasta. Það verður ekkert eftir af þeim gömlu áður en lagt um líður
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 01:53
Stid heilshugar tennann lista.
Gudrún Hauksdótttir, 24.10.2008 kl. 04:35
Góður listi.....framkvæma strax.......ekki leyfa umræður......ekki svæfa í nefnd....láta verkin tala
Hringi á laugardag
Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 07:13
Senda listann strax á forseta alþingis: sturla@althingi.is
Haraldur Bjarnason, 24.10.2008 kl. 09:16
Jóna Kolbrún takk.
Guðrún Jóna kannski Bloggaraflokkurinn fari í framboð næst
Jyderupdrottnigng takk
Sigrún hringdu...við leyfum engar nefndir.....
Takk Bukollabaular
Halli ......þeim veitir ekkert af aðhaldi
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 10:41
Sammála þessu. Það má taka til baka nær allar ákvarðanir síðustu þriggja utanríkisráðherra. Loka öllum sendiráðum sem Halldór kom á fót. Enda segja Íslendingar, búsettir erlendis að sendiráðin séu ekki eins og þau voru áður, þegar fólk gat leitað til þeirra og starfsmenn voru hjálpsamir. Núna eru þetta bara veislusalir fyrir embættismenn og auðkýfinga.
Það ætti að athuga hvort hægt sé að taka til baka allar tilgangslausu stöðuveitingar Davíðs, sem kosta marga peninga.
Það þarf að leggja niður þessa fáránlegu og dýru varnarstofnun hennar Ingibjargar og hætta þessum dýru heræfingum.
Þarna er ég kominn með tillögur um margra milljarða króna sparnað, án þess að verið sé að taka neitt frá okkur, venjulegum íbúum þessa lands.
Síðan legg ég til að Flatey verði jöfnuð við jörðu......
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:57
Húnbogi.....það er hægt að spara mikið með því að leggja niður alls kyns vitleysu...en hvað er þetta með Flatey....og hvaða Flatey. Kveðja
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 12:00
Sammþykkt.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 12:07
gott Jón Halldór
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 12:27
Þetta með Flatey er bara grín....Samanber að einn pistlahöfundur á útvarpi Sögu endar alla sína pistla á "Síðan legg ég til að verðtryggingin verði afnumin" og var það ekki Platon sem endaði allar ræður sínar með: "Að endingu mælist ég til að Karþago verði lögð í rúst".
Það hlýtur að vera erfitt að jafna Flatey við jörðu, vegna þess að þær Flateyjar tvær sem ég hef fótum troðið eru nánast jafnar jörðu.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:27
Húnbogi....það var Kato hinn gamli sem sagði "auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði"
Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 16:35
Flottur listi.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:16
Takk fyrir það Sólveig Kristín.....bara að hann yrði notaður.
Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.