Nú fer að sjóða upp úr

.................ég held að eftir blaðamannafundinn í dag gjósi Íslendingar.  Bretar eru að selja eigur Landsbankans í Bretlandi samkvæmt fréttum.  Hafa þeir lagalegan rétt?

Hvet ykkur til að vera með hjálma og hlífðargeraugu næstu daga......hér verður stríðsástand.


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Held að það sé heilmikið tl í þessu hjá þér miðað við hvernig skap mitt er núna.

Thee, 24.10.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: corvus corax

Egg og tómata á fundinn á morgun. Verður ekki annars gengið framhjá Alþingishúsinu og að Ráðherrabústaðnum? Á ekkert að fara framhjá Bleðlabankanum?

Ætli sé ekki hægt að fá egg og tómata á niðursettu verði í Bónusi?

corvus corax, 24.10.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Stríðsástand já, og þá er um að gera að snúa bökum saman gegn raunverulegum óvini, Bretalndi, í stað þess að æsa hverja höndinga upp á móti annarri.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég álít að það sem ráðamenn þurfi á þessum tímum sé stuðningur almennings en ekki egg og tómatar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú á að kalla sendiherrann í London heim!!!!!!!

Corvus corax.....það verða læti....jafvel strax í dag...........svo verður að fá á hreint hvenær á að mæta á morgun....hef séð 14-15-0g 16

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gréta Björg...ég ætla hvorki að kasta eggjum eða tómötum en ég treysti ekki ráðherrum sjálfstæðisflokks augnablik............

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir með Grétu.  Reynum að ræða málin og tjá okkur með orðum.  Það vinnst ekkert með eggjakasti.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vitanlega ráðast Bretar fram til atlögu í skjóli þess að nú stendur ríkisstjórnin okkar í samningaviðræðum við IMF og erfitt getur verið að bregðast harkalega við svona aðgerðum án þess að rugga þeim báti. Grrr...fantar...!!!

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón Halldór.....nú er fundurinn búinn.  Enn neitar Geir að skipta um stjórn SÍ þrátt fyrir mikið vantraust á þá stofnun. Hann sagði á mannamáli " ég ræð því"  Og við það er ég mjög ósátt.

GBÚ við eigum að kalla sendiherrann heim frá Bretlandi.  Við getum öll sameinast gegn þeim óvini.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 15:20

10 identicon

Íslendingar hafa verið lengi afar friðsöm þjóð og látið margt ganga yfir sig, er ekki þjóðfélagið við það að springa, Auðmenn sem settu okkur á hausinn og lát okkur borga sínar skuldir virðast fá nægan tíma til að búa til fléttur í þeim tilgangi að láta fé hverfa. Geir segist hafa ráðið faglega í Seðlabankann Davíð sinn besta vin og fyrrum yfirmann ??  hann sagði bara brandara á blaðamannafundinum. 

Íslendingar nú er tíminn til að láta þessa menn finna til tevatnsins, og koma þeim í skilning um að nú skal fara eftir okkar skilmálum ekki þeirra !!!!!!

1. Evrópusambandið strax, Evra=stöðugur gjaldmiðill/Verðtrygging burt=lækkandi afborganir/Frjáls viðskipti án hamla=Lækkað vöruverð/Lægri verðbólga=lifskjör batna.  Hvað segið þið er ekki tíminn kominn á að segja hingað og ekki lengra ?????

Þorgeir Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:58

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Algerlega sammála þér Þorgeir

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 17:02

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrst skulum við leyfa núverandi ríkisstjórn að landa lánum frá IMF og fleirum. Síðan kemur til kasta þjóðarinnar að segja til um það (í kosningum) hvernig lánunum skuli varið. Við göngum sem kunnugt er ekki inn í ESB á einni nóttu, það ferli tekur sinn tíma. Stundum finnst mér alveg nóg um óþolinmæðina í löndum mínum og finnst hún hljóma eins og hreinn og klár barnaskapur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:14

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GBÚ.....auðvitað verður að klára þessi lánamál er sammála því.  En ég hef ekki örðu af þolinmæði gegn sjálftökuflokknum lengur.  Kannski það sé barnalegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 17:24

14 identicon

Kæra GBÚ 

Auðvitað þarf að bjarga því sem bjargað verður, Varðandi kosningar um EU hefur sú umræða verið í gangi lengi en alltaf hefur ríkistjórn verið á móti slíkri umræðu og kosningu landans, er það vegna hræðslu um að sjálftökuliðinu verði settar skorður HVAÐ ANNAÐ !!!!!! 

Ef það tekur tíma að semja um Evru og EU hvers vegna þá ekki að ráðast í samninga nú þegar til að stytta tímann, alþjóðasamfélagið myndi treysta okkur mun betur ef við sýndum einlægan hug um að ganga til liðs við það.

Varðandi óþolinmæði landa þinna þá held ég fast við þá skoðum að við höfum látið ganga yfir okkur nógu lengi á skítugum skóm. Lán hækka/Verðlag Hækkar/Kostnaður heimila hækkar umtalsvert án þess að við fáum eitthvað um það að segja.

Ef ekki nú hvenær er þá tíminn til að láta í sér heyra, Þessir menn eru að húrra yfir mig/börnin mín/ og versta er Barnabörnin mín líka gríðarlegir skuldir og ég hef bara hreinlega ekkert um það að segja, á bara að láta það yfir mig ganga án þess að láta skoðun mína í ljós, ertu að meina það ??????

HH rétt hjá þér að Þolinmæðin er að þrotum kominn, það er annað hvort nú eða aldrei fyrir alþýðu að láta í sér heyra. Ef ekki erum við áfram aumingjar "afsakið orðalagið" , en reiðin kraumar núna nú meir en áður í Íslendingum.

Örfáir einstaklingar sem hafa lifað hátt og gera enn hafa náð á mettíma að skuldsetja mig þig og fjölskyldur okkar um ókominn ár og setja okkur í óleysanlega fjötra, algjörlega án samvisku eða nokkurar viðleytni til að gera það sem rétt er og veita aðstoð út úr þessari hörmung. Ef einhver reynir að hjálpa oss sem átti þátt í þessu, er að reyna að græða á því líka vertu viss.

Er reiður og argur hvað annað ætti ég að gera ?? Vera þakklátur fyrir hönd mína og minna ???? 

Þorgeir Valsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:53

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við eigum að láta heyra í okkur núna......á meðan við erum bálill. 

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 18:31

16 identicon

Er ekki rétt að vita hverjar skuldirnar verða, hver niðurstaðan verður áður en byrjað er á barlóm og væli.  Ég get ekki betur séð en ríkisstjórn standi fast á að halda þessum bótum í lágmarki sem farið er fram á vegna bankanna.

Hefur einhver tekið eftir að það er kreppa um allan heim og við erum hvað best í stakk búin að taka á afleiðingum hennar bankamenn eða ekki, þið sem hafið litla trú á ykkur sjálfum og löndum ykkar og viljið eyða tíma í vol og vesaldóm.  Það er engin ástæða til þess að gefast upp og eyða orku í reiði og skítkast, hugsið fram og lausnir leynast víða. Það sem drepur okkur ekki herðir okkur.  Hvar eru kraftmiklir jákvæðir og úrræðagóðir íslendingar nú þegar þörf er á að standa upp og segja jæja.  Það sem er okkar samfélagslega skylda er að hugsa hvað við getum lagt af mörkum til að bæta ástandið hvert og eitt okkar.

Soffía Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:39

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Soffía það sem þarf að gera hér er að uppræta spillingu...og það munu úrræðagóðir Íslendingar gera.   Þá fyrst er hægt að byggja upp heilbrigt samfélag.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 21:54

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

...erum hvað best búin til að taka á afleiðigum hennar...!

Með 15,5% vexti, 20% verðtryggingu og verðtryggð lán, dýrasta innflutning í vestrænum ríkjum vegna gengislægðar, yfirskuldsett heimili vegna óhófs í yfirdrætti á kortareikningum, himinháar afborganir af lánum á húsnæði sem nær ekki virði veðsetningar svo eigendur eru gíslar veðhafanna, lömuð fyrirtæki í gjaldþrotaskiptum, fjöldauppsagnir og margt fleira til ágætis. Ofan á þetta eigum við að greiða ný lán þjóðarbúsins sem numið gæti 20 milljóna greiðslu á fáum árum á hverja 4ra manna fjölskyldu.

Já Soffía mín, mikið andskoti hljóta aðrar þjóðir að öfunda okkur!

Árni Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 23:27

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Árni þetta er bara hrollvekjandi......en okkur mun takast að vinna okkur út úr þessu.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 23:48

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem ég meina með barnaskap landa minna mætti líka kalla félagslegan vanþroska. Það er að hafa hátt á tímum sem þessum og heimta svör þegar allt er komið á hausinn, en láta síðan allt falla í doða og dróma og sigla áfram í hjarðmennsku, í staðinn fyrir að standa vörð um sitt og heimta svörin jafnt og þétt og krefjast þess að valdhafar sýni samfélagslega ábyrgð á öllum tímum.

Ég vil bætt siðferði, einfaldlega, almennt og alls staðar - ef fólk í ábyrgðarstöðum gerir stórfelld mistök og/eða verður uppvíst að því að hygla vinum/ættingjum eða nota af almannafé í eigin þágu á það einfaldlega að víkja, kreppa eða ekki.

Út með spillinguna og eiginhagsmunapotið, ekki bara núna, heldur alltaf, - ekki bara hjá valdhöfum, heldur meðal allra landsmanna. Og út með bruðlið og óráðsíuna, fram með forsjálni og fyrirhyggju í fjármálum - að því leyti eru ráðamenn ekki einir um að hafa hagað sér eins og bavíanar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 17:53

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér hér Gréta

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband