26.10.2008 | 15:33
Traust á stjórnmálaflokka er horfið
.....athyglisverðast við þessa könnun er að 45.1% þeirra sem tóku þátt í könnuninni treysta sér ekki til að styðja neitt stjórnmálaafl í landinu. Flokkarnir verða því allir að líta í eigin barm.
Það að rúm 30% (af þeim sem tóku afstöðu til flokkanna) styðji enn Sjálfstæðisflokkinn hvers stefna hefur nú þeytt okkur áratugi aftur í tímann sannar fyrir mér sem ég hef alltaf haldið að þetta er sértrúarsöfnuður.
En það sem gerir mig bandóða þessa dagana er þegar því er haldið að okkur almenningi að við höfum eytt um efni fram. Venjulegt launafólk getur varla skrifað undir það. Og við getum ekki borið ábyrgð á þeim sem hafa gert það. Ekkert réttlætir það. Hvað með alla sem misstu af góðærinu? Auðvitað var aldrei neitt alvöru góðæri aðeins sýndarmennska. Og blekking. Stjórnvöld neituðu að horfast í augu við að stórir hópar hér hafa lifað við fátækt. Landslagið í pólitík á eftir breytast mikið á næstu mánuðum.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðar ábendingar og enginn vafi á því að pólitískt landslag á eftir að taka breytingum hér á landi. Það er löngu tímabært að VIÐ sjálf gerum eitthvað í málum. Núverandi stjórnmálaflokkar eru allir rúnir trausti, meira og minna. Sumir þeirra hafa fengið lengri tíma en aðrir til að sanna sig gagnvart þjóðinni. Árangurinm liggur fyrir.
Svo virðist sem allir falli í þá gryfju að gleyma henni nefnilega og beiti sér frekar af eigin hagsmunamálum. Ráðamenn, stjórnmálamenn og fjárfestar af þymsum toga hafa verið á fylleríi mánuðum saman og telft djarft með okkar fé og auðlindir. Það er alveg sama hvað maður fer í marga hringi, næstu ár verða helvíti fyrir almenning. Engar aðgerðir geta komið að fullu til móts við þær skemmdir sem nú liggja fyrir og alltaf er það almenningurinn sem blæðir. Við sem misstum af góðærinu, förum sennilega léttar í gegnum þetta en margur annar.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:24
Guðrún Jóna....þeir sem fara léttast í gegnum þetta eru þeir sem tóku ekki þátt í ruglinu..En venjulegt fólk með venjuleg húsnæðislán mun samt sem áður eiga í verulegum erfiðleikum
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 16:56
Flokkakerfið er löngu úrelt, það er dragbítur á alla eðlilega stjórnhætti, útungunarstöðvar spillingar og eiginhagsmunahyggju.
Það ætti öllum að vera ljóst að meðan stjórnmálaflokkar snúast í endalausa hringi í kringum sjálfa sig og þá sem þeir starfa sem hagsmunagæsla fyrir, þá komast þeir hinir sömu upp með hvað sem er.
Haraldur Davíðsson, 26.10.2008 kl. 20:22
Haraldur það þarf einhvern veginn að bæta siferði stjórnmálamanna og það gerist kannski ef við vöknum og veitum aðhald.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 21:07
S og VG fá þó samanlagt um 60%! Það er nú aldeilis!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 22:43
Magnús 60 % af þeim sem tóku afstöðu.....rúm 45 % vildu ekki nefna neinn flokk
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 22:57
Einmitt, en verður ekki fullt af fólki sem mun ekki kjósa hvort eð er!?
Magnús Geir Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 23:50
Ég held að stærri og stærri hluti þjóðarinnar sé að sjá í gegn um blekkinguna: Kerfið er allt saman rotið! Flokkakerfið er bara toppurinn á ísjakanum, hagkerfið byggir á rotnum forsendum auðvaldsskipulagsins. Nú er þörf fyrir alveg nýja hugsun, uppstokkun á öllu klabbinu til að koma þessu landi á réttan kjöl.
Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.