26.10.2008 | 21:43
Óveðursskýin hrannast upp yfir Svörtuloftum
..........ef að það er rétt sem Björgólfur Thor segir í Kompásþætti þeim er sýndur verður annað kvöld er þá stjórn Seðlabanka sætt lengur? (sjá visir.is).
Þetta sýnir enn og aftur nauðsyn þess að þessi mál verði þegar í stað rannsökuð af færustu hlutlausum sérfræðingum....og einhverjir þeirra verða að vera hlutlausir erlendir aðilar. Þetta þarf að gerast strax ekki þegar fennt hefur í sporin. Menn eru búnir að fá allt of langan tíma til að fela gjörðir sínar......aldrei verið meira að gera í Sorpu við að eyða trúnaðargögnum.
Hverju í ósköpunum eigum við almenningur að trúa? En þar sem byrðunum hefur verið velt yfir á okkur tel ég okkur eiga rétt á réttum svörum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Hm, er hann að ljóstra upp meiriháttar ósóma Björgólfur Jr.?
En þú skefur ekkert utan af því kvennskörungur góður og talar um eyðingu trúnaðargagna með meiru, ljótt ef satt er!?
Magnús Geir Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 22:35
Þetta ætti að vera fróðlegur Kompásþáttur. Það verður líka gaman að heyra viðbrögð DO, Geirs og annarra ráðamanna við þessum staðhæfingum Björgólfs. Ég hef grun um að margt eigi ennþá eftir að sjá dagsins ljós, og að það séu athugulir menn að störfum hjá Sorpu.
Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:54
MGG.....þeir sögðu frá því í Sorpu aðþað væri óvenju mikið að gera við eyðinguna!!!!!!
Sigrún það á eftir að kreista út úr mörgum kýlum.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 23:02
Það var svindlað ! Ég heimta nýjan spilastokk !
Það er hættulegt að espa örvinglað fólk, það er aldrei að vita hvað það gerir.....ósvífni frjálshyggjumaníusjúklinganna er svo alger að það hlýtur einhver bráðum að missa stjórn á sér og gera einhverja bölvaða vitleysu....
Haraldur Davíðsson, 27.10.2008 kl. 00:31
Hólmdís, ætlar þú að mæta á fundinn í Iðnó kl. 20:00 annað kvöld?
Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:33
Vonandi fara menn nú að taka til og reka þá sem rekstur eiga skilinn. En samt held ég að sjálfsstæðisflokkurinn þrjóskist við og geri ekkert.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:37
Hvarflar að einhverjum að trúa Björgólfi Thor?
Munið þið hvað félag þeirra feðga, sem á/átti Landsbankahlutinn, heitir?
Definition of Antisocial personality disorder
Antisocial personality disorder: A pervasive pattern of disregard for and violation of the rights of others and inability or unwillingness to conform to what are considered to be the norms of society.
The disorder involves a history of chronic antisocial behavior that begins before the age of 15 and continues into adulthood. The disorder is manifested by a pattern of irresponsible and antisocial behavior as indicated by academic failure, poor job performance, illegal activities, recklessness, and impulsive behavior. Symptoms may include dysphoria, an inability to tolerate boredom, feeling victimized, and a diminished capacity for intimacy.
Antisocial personality disorder, also known as psychopathic personality or sociopathic personality often brings a person into conflict with society as a consequence of a pattern of behavior that is amoral and unethical. Complications that might arise from having this disorder include: frequent imprisonment for unlawful behavior, alcoholism and drug abuse.
Samson may, it is thought, have had antisocial personality disorder. The Bible tells of his lies to his parents, his cruelty to animals, his torching the Philistine fields, his frequent brawls, and his unremitting bragging after killing a thousand men, actions fitting the diagnosis of antisocial personality disorder. A person with antisocial personality disorder was once called a sociopath.
http://www.medterms.com/script/main/art.asp?articlekey=39219
Tilviljun?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:40
Haraldur.....lætin eru bara rétt að byrja....og svo fer fólk að tala og ýmislegt kemur upp á yfirborðið. Best ef hægt væri að gefa upp á nýtt....eftir öðrum leikreglum.
Það væri áhugavert Sigrún...þar verða fulltrúar almennings að tjá sig
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 00:41
JK sjálfstæðisflokkurinn mun þrjóskast við því þau vita að þau verða ekki í næstu ríkisstjórn.
Viðskrifari hvað veit ég? Þess vegna er nauðsynlegt að rannsaka allt þetta ferli. Psykopatar geta leynst víða. En Svörtuloft eru rúin trausti.
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 00:51
Hvað veistu!?
Ja,
Heilmargt veist nú Hólmdís mín,
í heimsins gali.
Meðal annars MÁLIN þín,
að meðaltali!?
Magnús Geir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 01:28
Úff!
Vitleysa í vísukorni, átti að vera eftirfarandi!
heilmargt veist nú hólmdís mín,
í heimsins gali.
MEIRA AÐ SEGJA MÁLIN ÞÍN,
að meðaltali!
MG. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 01:31
Mér líst vel á nýjan spilastokk og nýja leikmenn.
Sporðdrekinn, 27.10.2008 kl. 01:37
Málin eru 7-9-13
Sporðdreki já ef það væri nú hægt
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 01:41
það er ekki bjart framundan fyrir suma og ekki víst að allir sofi rótt.
Víðir Benediktsson, 27.10.2008 kl. 02:02
Þetta verður fróðlegur þáttur og held ég að áhorfið verði eins og ef um áramótaskaup væri að ræða.
Bjartsýnisknús á þig vinkona
Tína, 27.10.2008 kl. 08:05
Tad verdur fródlegt ad sjá og heyra tennann tátt ...
Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 08:16
Víðir....ætli margir séu ekki óværir þessa dagana og næturna
Tína bjartsýnisknús á þig sömuleiðis
Kveðja til þín Jyderupdrottning
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 10:10
Vonandi fróðlegri Kompás en viðtalið við hinn Björgúlfinn í Mogganum. Það er samt eitt sem gengur ekki upp í þessu: Ef ásakanir Björgólfs jr eru réttar, hvernig má það vera að það var ekki minnst einu orði á þetta atriði í símtalinu milli Árna Matt og A. Darling?
Hafi þetta verið svona stórt mál helgina fyrir neyðarlög er erfitt að ímynda sér að fjármálaráðherrarnir ræddu málin án þess að þetta kæmi upp. Ætla samt að gefa Kompás séns ...
Gestur H (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:58
Gestur....þessi upphæð sem Björgúlfur nefnir kom upp í viðtalinu..........
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 14:16
Utanþingsstjórn næstu 2 ár held ég að sé eina vitið. Þetta er eins og helsjúk alkaholfjölskylda allir ljúga hrokinn að drepa liðið,stjórnleysið algjört.og svo er það paranojan.
Rannveig H, 27.10.2008 kl. 14:59
Kannski Rannveig væri það best. Hverjum getum við treyst?
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.