Getum við fengið aðstoð við að flýja land?

.......Hingað til höfum við borgað hæsta matarverð í Evrópu, hæstu vexti, dýrustu lyf og svo framvegis.  Þorri launafólks hefur í öllu " góðærinu" átt í mesta basli við að láta enda ná saman.  Nú gengur það ekki lengur.    En svo er því skellt framan í okkur að við höfum lifað um efni fram og þurfum því að fara að borga sukkið.   Það er harður kinnhestur.  Kannski Geir ætti að ræða það við norrænu ráðherrana hvað þeir séu tilbúnir að taka á móti mörgu flóttafólki.  Mörg hundruð manns munu hverfa héðan í vetur.....og eftir því sem fleiri fara verða færri eftir til að borga. Það mun hækka reiknigurinn hjá öldruðum og öryrkjum.....er verið að gera einhverjar ráðstafanir til að hlífa því fólki?

Nú er verið að skoða lánamál einstaklinga.  Ég er á því að þar eigi eitt yfir alla að ganga....það gengur ekki að þeir sem hafa verið glannalegir  fái meiri aðstoð en þeir sem hafa stigið varlega til jarðar.


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lengi hægt að slá og skamma þrælslundað fólk, ég er persónulega búinn að fá meira en nóg!

Eins og þú bendir á, þá var svosem ekki allt í lagi, janfvel meðan "góðærið" var, en þreyttur almenningur axlar byrðar, nú sem áður, milli þess sem hann drekkir sorgum sínum með brennivíni og þjóðrembingslegri gleði yfir "efnahagsundrum" eða handboltasigrum...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ætli viðséum ekki öll orðin "södd"

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvert viltu svo flýja, til Færeyja, finnlands, Svíþjóðar, Noregs..!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.10.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

.....er tilbúin hvert sem er á Norðurlöndum...eða Ítalíu.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 20:32

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Má ég koma með..........

Halldór Jóhannsson, 27.10.2008 kl. 22:10

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já því fleiri því betra

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband