29.10.2008 | 10:36
Ef ég einhvern tímann eignast pening
......og kemst til útlanda mun ég leyna því hvaðan ég kem. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Það stolt hefur verið tekið frá mér.
Mín framtíðarsýn var sú að nú gæti ég farið að skoða heiminn.....börnin orðin nógu gömul til að skilja þau eftir. Ég ætlaði að eyða öllum mínum aurum í þetta. En framtíðin er komin á hvolf. Og maður getur víst bara sagt "takk" ef maður getur borgað sínar skuldir. (sem eru í míni tilfelli bara vegna lítillar íbúðar) Og átt fyrir mat líka. Hvílikur lúxus.
Ég mun alvarlega skoða þann möguleika að komast burtu héðan...og margir í kringum mig eru að því. Við erum ekki tilbúin að borga fyrir sukkið sem viðgengist hefur hér. Það er algerlega ólíðandi að þeir sem hafa stigið varlega til jarðar og ekki tekið þátt í lífsgæðakapphlaupinu séu nú látnir blæða.
En við erum svo sem ekki eina þjóðin sem hefur þurft að flýja land vegna afglapa stjórnvalda.
Starfsmenn Sterling reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott á dani! Gott á þá!! þeir seldu okkur á sínum tíma maðkað mjöl!!. þetta reddast allt!! þetta REDDAST!!
Hvað er fólk annars a kvarta? Kusu ekki flestir aftur og aftur D og B? Eru menn ekki bara hressir? Ha?
À réttri leið!! Stétt með stétt!! Klettur í hafinu!! ERTU EKKI HRESS? HA?
Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:12
Goggi Guano.....aldrei sett x við D eða B....en ég á flatskjá!!!!!!!!!
En það ku ein af höfuðsyndunum. Nei ég er ekkert hress!!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 11:41
Sammála tér Hólmdís mín.
Veistu ég er búin ad fá 4 upphringingar sídustu 4 daga .Fólk er ad spyrja hvort ég geti hugsanlega hjálpad tví med brádabyrgda gistingu , finna íbúd og vinnu..Veistu,Ég sagdi bara já ég skal reyna ad hjálpa tér komndu bara ef tad er tinn vilji.Svo nú á ég vona á fólki frá íslandi sem ætlar ad freista gæfunnar í henni danmörku.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 12:02
Góðan daginn Jyderupdrottning. Fólk er vissulega að hugsa sinn gang. Það er gott að vita af þér þarna
Eigðu góðan dag
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 12:16
Vinna á kvennasjúkrahúsi í Dubai? Já en ætla fyrst til Færeyjar. Við Luggi erum að fara í brúðkaupsferð þangað í byrjun næsta mánaðar
Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.10.2008 kl. 12:28
Brúðkaupsferð!!!!!!!!!!!! Til lukku
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 12:31
Er konan þá ekki bara nýgift?
En dapur er hér Dísartónninn, ætti ég kannski að gefa þér peningana mína?
Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 14:00
Ætli þér veiti af aurunum þínum Magnús minn en svo góður ertu í þér að þú hlýtur að vera Færeyingur
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 14:03
Hahahahahaha, nú skellti ég upp úr, nei, bara þingeyskur þræll með eyfirksu ívafi!
En á nóg af peningum, hætti nefnilega fyrir löngu að kaupa hlutabréf, skulda bara eitt lán o.frv.
En ég þekki Færeyninga!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 14:21
já....við Þingeyingar með eyfirsku ívafi erum auðvitað besta fólk
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 15:12
Takk fyrir þetta.....það eina sem bremsar mig núna eru tveir unglingar í skóla
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 17:47
einmitt Einar...það munu margir fara á næstunni
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.