DJÖFULL OG DAUÐI

Já nú leyfi ég mér að vera orðljót.  Og mér finnst ég hafa rétt til þess núna.  Í þrígang hafa verið stórframkvæmdir hjá mér til að koma í veg fyrir rottugang.   Tvívegis hafa gólfin verið brotin upp og í sumar var grafið hér fyrir utan.   Og það varð friður um stund.  En nú heyri ég í þeim undir ársgamalli elhúsinnréttingunni..................og inni í einum vegg. Það átti að vera búið að gulltryggja að inn í þennan vegg kæmist ekki rotta.  Í dag sá ég svo rottu hlaupa upp eftir húsveggnum!!!!!!!!!!  Ógeðslegt. Og enn er búið að kalla á viðgerðarmenn.....er enn í mínus eftir síðustu framkvæmdir. Tryggingar taka engan þátt í þessu.  Þetta er búið að skemma gólfin mín....

Ég er bara ekkert kát. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

uss, ekki gott mál.  Vona að þú komist fyrir þetta

Sigrún Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Rannveig H

Mig skal ekki furða þó þú seigir dauði og djöfull, en ertu ekki að tala um mýs? Hafa meindýraeyðar engin ráð?

Rannveig H, 31.10.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Einhversstaðar er hola sem þær geta skriðið í gegnum, hún þarf ekki að vera stór, eiginlega bara pínulítil.  Það hlýtur að vera í sökklinum á húsinu, sem þær komast inn í veggina.  Ótrúlega hvimleitt vandamál og ógeðslegt.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stelpur mínar ég held ég fari alveg af límingunum við þetta   og þetta eru ekki mýs

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já láttu líta á skolpið. Gangi þér vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er búið að endurnýja allar skolplagnir

Takk fyrir andlegan stuðning

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, var að lesa þetta fyrst núna, get svo sem litlu bætt við til að hughrista þig elskan, en ég gæti keypt handa ykkur kött, nú eða láti senda heilan her bara af munaðarlausum veiðidýrum frá Kattholtinu þarna!?

Einu sinni var nú Húnbogi dáðadrengur í einhverju gildrustuði, þá reyndar búsettur hérna í fallega hamingjubænum, hann og SEcuritas gætu kannski reddað einvherju?

Fer þunglyndur í háttin þín vegna og stelpugreyanna!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei nei ekkert þunglyndi

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það tekur mig sárt að heyra af þessum hremmingum þínum með meindýrin, Hólmdís mín.  Þetta er agalegt ástand og engum bjóðandi.  Ég kalla þig góða er vera ekki farna á límingunum fyrir löngu  -það væri ég.

Ber ekki Borginni skylda til að taka á svona vandamálum ?   Það hefði ég haldið.   Til hvers borgum við skatta ?

Þú átt að HEIMTA að meindýraeyðir Reykjavíkurborgar mæti á svæðið -STRAX- og fari ekki fyrr en búið er að komast endanlega fyrir óværuna. 

Stend með þér

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.11.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Hildur Helga.....hér er búið að eitra nokkrum sinnum

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 01:40

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En´þarna sýndi Hildur Helga hve falleg og góð kona hún er, ekki bara eðaltöffarinn og afbragðsfjölmiðlakonan, sem hún er þekkt fyrir með glans! Nei, kannski ekki mjög þunglyndur enn, en þess í stað andvaka og enn að blaðra!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband