Einn seðlabanki hækkar vexti

..............og er með þá hæstu í heimi. Hvers vegna?  Ég get ekki skilið afhverju önnur lögmál gilda á Íslandi en í öðrum löndum. 

Ég er svo svartsýn að ég er farin að trúa því að hér sé markvisst unnið að því að koma öllu í þrot. 18% stýruvextir og 5-13% hækkun á matvælaverði koma öllu "venjulegu" launafólki í þrot jafnvel þó það haldi vinnunni sinni.

Hvenær fáum við neyðarstjórn?

Burt með spillingarmennina


mbl.is Seðlabanki Evrópu lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Neyðarstjórn fagmanna strax!

Burt með spillingarliðið!

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Japanir lækkuðu stýrivexti í 0,7% minnir mig, um daginn. Bretaskrattarnir voru líka að lækka sína.......þetta er bara að ganga um allan heim......en Dabbi kóngur trúir enn að þetta virki hér þrátt fyrir að það hafi sýnt sig allt þetta ár að svo er ekki. Ég var að fá yfirleitt yfir greiðsludreifingu, þar myndast mínus suma mánuði vegna þess að útgjöld eru ekki jöfn alla mánuði. Sá á yfirlitinu að vextir af því eru 26%. Þetta er afleiðing hárra stýrivaxta. Man ekki lengur fyrir hve háa vexti menn voru dæmdir fyrir okur hér í eina tíð. Minnir þó að það hafi verið fyrir 10% vexti. Ef verðbólgan er tæp 16% þá er þetta klárlega sami glæpurinn og þá. Lögin hljóta að vera þau sömu enn.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvar enda þessi ósköp?

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 17:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kannski getur Björn Bjarnason svarað því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Úpps Jakobína

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hagkaup og einhver önnur verslun hækkaði reyndar bara um 2 til 3 % í október, þú þangað FRÚ Sæta, en svartsýna!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband