Sjávarréttir í kryddlegi

Lofaði að setja þetta hérna inn. Gerði þennan rétt fyrir jólagleðu saumaklúbbsins míns.  Uppskriftin er úr gömlu Gestgjafablaði.

150 gr hörpudiskur

250gr rækjur

250 gr krabbakjöt ( þessu bætti ég við og finnst gott)

1/2 gúrka mjög smátt skorin og kjarnhreinsuð

1 msk ferskt kóríander smátt saxað

1 rauð paprika smátt skorin

3 marin hvítlauksrif

2 msk ferskur appelsínusafi

safi úr einni límónu salt og pipar

1 dl ólífuolía

Skreytt með 1 avocado sett þegar borið er fram

Öllu blandaðsaman og látið marinerast í 6-10 klukkustundir. Gott að hafa gott brauð með.

Verði ykkur að góðu.  Magnið sem ég gerði í gær var úr 3 kílóum af fiski.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

innlitskvitt...Nammi namm.

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

.....vantar ekki smá magarín í þetta?

Haraldur Bjarnason, 16.11.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Jyderupdrottning þetta er gott

Halli uss ekkert margarín

Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 20:27

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er þetta suzi eitthvað?

Víðir Benediktsson, 16.11.2008 kl. 22:49

5 identicon

Semsagt allt hrátt? Ef svo er þá er það mjög girnilegt og ekki vantar hollustuna.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir þetta er ekki sushi

Húnbogi.....fiskurinn "soðnar" í sýrunni.  Þetta er ekkert nema hollustan.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.11.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta bragðast ábyggilega vel, ég vil frekar eldaðann mat

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband