19.11.2008 | 01:42
Samræðustjórnmál.
.............eftir daginn í dag fer þetta orð "samræðustjórnmál" jafnmikið í taugarnar á mér eins og "traust efnahagsstjórn". Er það mögulegt að Viðskiptaráðherra hafi verið leyndur upplýsingum um stöðu bankanna? Samfylkingarráðherrar virtust koma af fjöllum í dag þegar spurt var um fundi með Davíð í dag.
Annað............það verður að afnema verðtryggingu á húsnæðislán strax. Ég hlusta ekki á rök eins og þau að Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóður fari þá í þrot. Ríkisstjórn verður þá einfaldlega að leggja fé í kerfið. Stjórnvöld sem hafa komið þjóðinni á kaldann klaka verða að koma í veg fyrir að fólk missi heimili sín. Mér finnst það móðgun við fólk að bjóða því að leigja húsnæði sitt af íbúðalánasjóði.....þegar það fer í þrot vegna vanhæfra stjórnenda.
Ég verð reiðari með hverjum deginum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki ennþá hversvegna stjórnarherrarnir létu IMF og ESB ráðskast svona með sig, við hefðum átt að segja okkur úr EES og hóta öllu illu!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.11.2008 kl. 01:56
JK............þau eru búin að mála sig svo út í horn að Íslendingar eiga ekkert val
Romeo....................stjórnvöld verða að gera stórátak fyrir íbúðaeigendur
Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 08:42
Og heimasiða samræðustjórnmálamannsins Björgvins G. er lokuð eins og IceSave. Vísast vegna tæknilegra örðugleika.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.11.2008 kl. 10:15
Ég veit Sigurgeir Orri og líka hvers vegna
Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 11:26
Er samfylkingin ekki bara í kosningabaráttu,ætla sér að koma X-D út,en sjálf að halda áfram????Kanski vissu þau meir,en segjast gera,til að koma enn meira höggi á DO.Ég er ekki að verja DO....
Halldór Jóhannsson, 19.11.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.