19.11.2008 | 17:17
Fólksflótti
........................Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hve margir eiga eftir að flýja land. Mörg okkar sem misstum vinnuna á Heilsuverndarstöðinni hugleiðum að flytja út...þó við mögulega getum fengið vinnu hér. Verði fólksflóttinn svipaður og var í Færeyjum eru það 40 þúsund mannns. Það yrði væntalega mest ungt fjölskyldufólk. Það er einfaldlega ekki búandi við 18% stýrivexti eða jafnvel hærri. Og himinhátt matarverð. Ekkert bólar á því að gengistrygging á lánum sé að hverfa...sem er þó sú aðgerð sem er bráðnauðsynleg núna. Hitti heimilislækninn minn í morgun og sagðist hann vera farinn að hugleiða að fara úr landi. Þó hann sé í fullu starfi hér. Það þarf nefnilega ekki að vera atvinnulaus til að lítast ekkert á blikuna.
Eftir talsverða leit fann ég Vinnumálastofnun....en þá var búið að loka svo ég verð að fara aftur á morgun.....enda svo sem ekki búin að fá öll gögn í hendur ennþá.
Svo legg ég til að fólk bloggi um eftirlaunaósómann daglega í það minnsta.
Ásókn í störf í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ókosturinn við að vinna hjá einkageiranum, því miður. Frelsið koar sit. Sem betur fer verður stétt okkar seint án atvinnu lengi en ekki er víst að maður hafi val og geti verið þar sem hugurinn stendur til.
Ég hef ekki séð mikla fjölmiðlaumfjöllun um gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar, raunar einungis eina Kannski vegna þess að margur fjölmiðlamaðurinn er inviklaður???
Ég vona að þetta fari á betri veg hjá þér og úr rætist
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:11
Takk Guðrún Jóna. Við getum vafalaust öll fengið vinnu sem vorum á Heilsuverndarstöðinni.....en þó eru margir staðir sem halda að sér höndum. HJfr. í hlutavinnu hafa verið að hækka sína prósentu og aðrar að koma inn úr öðrum störfum. Svo valið er lítið.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.