20.11.2008 | 23:46
Ekki stefna aðgerðunum í hættu?
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,hér er allt komið á hvolf, allt hrunið. Hvernig getum við haldið áfram með sama fólkið í öllum stöðum? Stjórnin er rúin trausti. Ekki einn maður hefur verið látinn axla ábyrgð. Ekki einn. Utanþingsstjórn strax.....kosningar í vor.
En það verður fróðlegt að fylgjast með Alþingi á morgun. Það verður nefnilega lagt fram frumvarp um breytingar á eftirlaunaósómanum. Stjórnarflokkarnir munu gera það.
Ég fór inn á Vinnumálastofnun i dag. Þar var fjölmennt. Fékk tár í augun að sjá allt þetta fólk sem misst hefur vinnuna. Og fékk að vita að það fær engar bætur 1. desember nk. Þau svör fékk ég. Boðið að koma á námskeið 15. janúar. Ég sagði við konuna..ég verð eflaust komin í vinnu þá eða farin úr landi. Hún sagði flesta sýna áhuga á að komast í burtu. Þetta er hinn ískaldi raunveruleiki.
Það er ekkert auðvelt að fara í burtu. Erfitt að selja íbúðir, erfitt að leigja þær út vegna mikils framboðs. Auk þess sem leiga er að lækka og stendur ekki undir afborgunum af snarhækkandi lánum. Frábær staða að geta ekki borgað af lánum og ekki selt. Takk fyrir það stjórnvöld.
En kona nokkur sagði við mig í dag " þið getið bara ekki öll farið og skilið okkur hin eftir í skuldasúpunni"
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2008 kl. 00:10 | Facebook
Athugasemdir
Þessi blákaldi veruleiki er smátt og smátt að verða kolsvartur Þetta er orðið skelfilegt.
Og hvernig ætli eftirlaunaósóminn komi svo til með að líta út eftir umræðu?
Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:55
Afleitt ef við missum mikið af fólki.
Við þurfum öll að taka á og byggja upp nýtt og öðruvísi þjóðfélag - Og okkur liggur lífið á.
Jón Ragnar Björnsson, 20.11.2008 kl. 23:55
Þetta getur varla orðið verra. Það ætti að byggja eitt stórt fangelsi í atvinnubótavinnu og loka helstu glæpamennina þar inni og henda lyklunum.
Víðir Benediktsson, 21.11.2008 kl. 00:03
Sigrún ég fékk áfall þegar ég sá allt þetta atvinnulausa fólk. En við fylgjumst með ósómanum
Jón Ragnar....það verður að sporna við með öllum ráðum að halda fólki á landinu.
Afnám verðtryggingar á lán myndi gjörbreyta stöðu fólks.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 00:07
Víðir, hér á Höfuðborgarsvæðinu er mikið af ónýttu húsnæði sem hægt er að breyta í fangelsi! Nokkri gætu fengið vinnu við það. Annars hugnast mér Kolbeinsey fyrir þá seku
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 00:13
AAAArrrrGGGGG ! Reiðin í þjóðfélaginu magnast stig af stigi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:54
Æ, er farin að sofa, Chao!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 01:12
Já Jk
Skynsamur MAGNÚS
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 01:26
Hvað segir þú fær ekki fólk atvinnuleysisbætur 1 des, er nú ekki hægt að gera undantekningar bara að því að það eru að koma jól.
Svo segi ég nú bara allir úr landi sem eru ungir og hraustir, við hin verðum eftir og hvað segja þeir þá?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 07:36
þetta er sárt - hvað getum við gert hvað get ég gert
Jón Snæbjörnsson, 21.11.2008 kl. 09:27
Milla.............fólk sem missir vinnuna núna fær bætur 1.jan. Við misstum vinnuna of seint!.....
Já Búkollabaular....það þarf að reyna að vernda þau
Jón...ég veit ekki hvað við getum gert en þetta er vont ástand
Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 11:36
Já ég skil, núna, spurði manninn minn í dag.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.11.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.