Næsti blaðamannafundur ríkisstjórnar á föstudegi ( A la Hólmdís)

.................Ágætu landsmenn.  Við stöndum frammi  fyrir þeim mestu fjárhagsþrengingum sem nokkur í lifanda lífi man.  Við höfum því ákveðið að leggja til að utanþingsstjórn sérfræðinga taki við. Áður en við kveðjum höfum við lagt til að fella niður   verðtryggingu á húsnæðislán.  Það er mikilvægasta aðgerð sem hægt er að gera fyrir almennan launþega. Við iðrumst sofandaháttar okkar og öxlum fulla ábyrgð ( hvað sem það nú þýðir)

Við höfum einnig ákveðið að fela það í hendur nýrra stjórnvalda að endurmeta niðurskurð í heilbrigðiskerfinu ss  lokun skurðstofa á HSS...........´þær voru ekki opnaðar að ástæðulausu  eða hvað.  Það er erfitt að heimta niðurskurð á Landspítala á sama tíma og verkefni eru færð til hans. Lokun Heilsuverndarstöðvarinnar mun einnig fela í sér aukinn kostnað fyrir spítalann.

Við setjum allt okkar traust á þá sérfræðinga sem munu nú fara með stjórn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta forrit þarf að sendast á "hernaðarsérfræðing" forsætisráðherra, sem mun síðan sjá um að "installa" þessu

senda

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elsku stelpur við tölum fyrir daufum eyrum

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 00:30

4 identicon

Hnífarnir á skurðstofunum hljóta að vera ætlaðir í eitthvað annað en niðurskurð.......Væri til dæmis ekki ágætt að byrja á að skera niður þennan "hernaðarsérfræðing"? Hvað ætli hann kosti?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi    hann er hlægilegur.   En lestu færslu mína um afa    undir vinir og fjölskylda

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já góð spurning hvað kostar hann og hverju á hann að þjóna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:48

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Af hverju færð þú ekki að ráða meiru Hólmdís? Sigga Snæ sagði einmitt að verkefni HSS færu til LSH - og það er nýbúið að gera upp skurðstofurnar þarna suðurfrá. Þvílíkt og annað eins!

Sigrún Óskars, 22.11.2008 kl. 12:16

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Segðu Sigrún.   Landspítalinn fær verkefnin frá HSS en er jafnframt gert að spara! Rugl.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband