Mótmælafundur klukkan 15:oo á Austurvelli í dag

...................ég vona að nýtt met verði sett í mætingu.  Það viðrar ágætlega til þess.

Hafið þið tekið eftir því á blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar er ekkert.........EKKERT  talað um lausnir fyrir fólk sem hefur misst vinnuna eða er komið í þrot vegna síhækkandi skulda.  Engar lausnir fyrir almenning.  Ekki kynntu þau heldur á fundinum í gær að verið væri að loka nýjum skurðstofum í Keflavík....eða að starfsfólki þar hefði verið sagt upp.

Mætum í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég vona líka að nýtt met verði sett í mætingu. Mun leggja mitt að mörkum eins og vanalega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

komin í skó Jakobína

Hólmdís Hjartardóttir, 22.11.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

og skórnir eru bara finir geri ég ráð fyrir!?

En sá að þarna flutti rokkarinn að austan hann Sindri Viðars, (bróðir hins þekkta útvarpsmanns, Andra Freys og þeir synir Viðars tónlistarspekings með meiru á Reyðarfirði) ræðu,sem vakti athygli og vitnað var í á mbl.is m.a. Fer ekki röðin að koma að þér Hólmdís mín!? Átt fullt erindi í ræðustólin!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús...............ég er ekki ræðumanneskja því miður. 

En umræddur piltur stóð sig vel

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þessu trúi ég ekki á þig Þingeyingin, eitthvert sjaldgæft lítilætissmit haha!?

Svo missa trúi ég þúsundir hökuna ofan í bringu að lesa þessa staðhæfingu þína, þú sem ert vonarpeningur þeirra á þing!

SEnda þig bara á ræðunámskeið hjá JC, ég borga!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 01:03

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahaha

við erum nú lítillátir Þingeyingar

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 01:18

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ónei, ekki erum við það nú beinlínis, kanntu ekki vísuna eða hefur þú ekki heyrt hana, sem hljómar svona!?

Hvernig þekkist Þingeyingur,

það er ekki þörf á leitum.

Hann veit ALLT sem ENGIN veit um,

upp á sína tíu fingur!

Og þér til ómælds fróðleiks (annað læt ég nú þér ekki í té, eins og þú veist gæskan hehe!) og gamans vonandi líka, þá kenndi móðurbróðir minn einn, Örn Gunnarsson heitin, mér vísuna, en ein hans þriggja dætra er einn af yfirmönnunum hans Húnboga vinar okkar hjá Securitas!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband