Auðvitað er stjórnmálakreppa.

.................Allt traust á stjórnmálamönnum er farið.  Enginn hefur axlað ábyrgð á mistökum.  Engum hefur verið sagt upp störfum.  Gömlu bankamennirnir eru enn að störfum.  Delete takkarnir á tölvum bankanna eru orðnir gatslitnir og pappísrtætararnir að brenna yfir. Hvernig stendur á því að þetta er liðið?

Ég fór á Austurvöll í gær.  Sé lítið um það hversu margir voru þar.  Það er talað um þúsundir.  Sá reyndar á einum stað töluna 6000 manns.  Ég trúi að yfir 10 þús manns hafi verið þarna.  Austurvöllur var smekkfullur og fólk beðið að þétta raðirnar svo allir kæmust inn á torgið. Það er fráleitt að halda því fram að Hörður Torfason hafi hvatt til óeirða.

 Ég trúi að við værum betur sett ef meira hefði verið hlustað á Þorvald Gylfason.  Hvernig væri að byrja að hlusta á hann núna?


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Menntamálaráðherra mun fljótlega mæla fyrir stjórnafrumvarpi þess efnis að orðið "Ábyrgð" verði afmáð úr öllum íslenskum orðabókum í framtíðinni og jafnframt útrýmt úr íslensku máli í eitt skipti fyrir öll. Þær bækur sem fyrir eru í umferð verða umsvifalaust innkallaðar og brenndar. Það verður og gert refsivert að hafa slíkar bækur undir höndum að viðlögðum fangelsisdómi. fréttir herma að Stefán Eiríksson lögreglustjóri verði látinn annast framkvæmd laganna.

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svart er það Víðir

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir samveruna á þessum velsótta, velheppnaða fundi.

Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sömuleiðis frú mín góð

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég fór í samstöðugöngu og á útifund á Ráðhústorginu, þar voru fluttar kröftugar og góðar ræður. - 

Ég er sammála þér og Þorvaldi Gylfa að auðvitað er stjórnarkreppa. Og við því þarf að bregðast, hið snarasta. -

Það kom fram tillaga í gær um að biðja mótmælendur á Austurvelli að fara inn í Alþingishúsið og bera út stólanna sem þar væru, og ef þingmenn og ráðherrar sætu þar inni, að bera þá út í stólunum. 

Það er kannski tilvalið að gera þetta eftir útifundinn á Ingólfstorgi á morgunn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Rannveig H

Þeir eiga hypja sig burtu, ekki seinna en strax.

Rannveig H, 23.11.2008 kl. 23:31

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Lilja...........ég trúi því að friðsöm mótmæli hafi áhrif. Það er ekki hægt að daufheyrast við því að þúsundir eru að mótmæla í viku hverri.   Ætla á fundinn á Háskólabíói á morgun.  Það er mjög gott framtak. Gaman að sjáhversu margir ráðherrar mæta.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála Rannveig

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband