SÉR GREFUR GRÖF

          Stjórnvöld sem taka ekki á þessum málum af festu og túverðugleika grafa sína eigin gröf.  Hvað er hægt að ætla almenningi lengi að mótmæla friðsamlega?  Við erum búin að fá nóg. Við bíðum ekki mikið lengur. Við erum fólk sem búið er að gera að eignalausum þrælum. Við eigum betra skilið.

Neyðarlög á bankaleynd í dag.

Frysta eigur þessarara manna strax á meðan mál eru rannsökuð.  Með neyðarlögum ef þarf.

Ég hef engar fréttir séð um að Alþingishúsið hafi verið umkringt í dag.  Kannski þarf að umkringja það og halda því áfram þar til eitthvað vitrænt gerist þar innandyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef trú að því að okkur muni takast að ná athygli áður en langt um lýður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já það er einhver þöggun í gangi varðandi mótmæli - lítil fréttaumfjöllun, lítið gert úr fjöldanum og allt sem afvega fer er blásið upp

Soffía Valdimarsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ertu sterk?

Styrkur þinn sem svarar tveimur þingmönnum!?

Færir þá létt með ásamt svona um þrjátíu öðrum að umlykja þingkofan og halda þessum 63 hræðum eins lengi og þörf væri á!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitthvað voru þau að reyna að bæta sig í dag!!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigurður...................rannsóknarnefndin fær víðtækar heimildir....bankaleyndin er afnumin fyrir hana..............en af hverju þessi töf?

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvernig sem á því stendur þá treysti ég þeim ekki þrátt fyrir þetta. Þau voru að enda við að endurskoða eftirlaunalögin en gættu þess vel að vera samt langt fyrir ofan meðal-Jóninn. Þar fyrir utan eiga nýju lögin ekki að taka gildi fyrr en um mitt næsta ár eða um það leiti sem sumir eru búnir að vera ráðherrar í meira en tvö ár og munu því taka eftirlaun eftir gamla spillingarkerfinu. Þetta eru nú stjórnvöldin sem voru að "bæta" sig.

Víðir Benediktsson, 26.11.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir....ég vil þessa stjórn frá og helst líka stjórnarandstöðu. Þau eru flest rúin traust.  Vissi ekki um tímasetinguna á þessu fyrr en ég heyrði í Valgerði Bjarnadóttur og þá blöskraði mér.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband