Bannað að lækka laun ráðamanna?

     Ekki yrði ég hissa að það yrði niðurstaða kjararáðs að það sé óheimilt að lækka laun ráðamanna.  En þá er bara að setja neyðarlög um það.  Bráðum verðum við með neyðarlög um allt mögulegt...það verður eina leiðin til að hafa tök á ástandinu.  Á þessu neyðarskeri.

Er eitthvað að frétta að séreignarlífeyrissjóðum? Verður fólki gert kleift að skera sig úr snörunni?  Það ríkir neyðarástand núna............

Munið Austurvöll klukkan 15:00 á morgun laugardag.


mbl.is Lækka laun ráðamanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Hólmdís.

Ísland er að gera nákvæmlega sömu mistök og allfelst hin kreppulöndin í kringum 1991.  Draga saman í ríkisrekstri.  Nú er einmitt tíminn til að ráðast í vegagerð og aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins.  Velferðarkerfið má enganvegin við meiri niðuskurði og er ég nokkuð ánægð með ummæli Jóhönnu Sig að hún ætli hreinlega ekki að ansa tilmælum Fjármálráðuneytir um 10% niðuskurð.

Hvað launalækkanir varðar innan ríkisins, þá tel ég þær hættulega fordæmisgefandi.  Ríkisstarfsmenn hafa sætt sig við 20% lægri laun en einkageirinn á móti starfsöryggi.  Ráðherrar og álíka skírll sem heyrir undir kjararáð skal fá sína launalækkun, en almennir starfsmenn með laka kjarasamninga eiga að fá að vera í friði.

Við erum bæði hjá ríkinu.  Ég hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og tilvonandi eiginmannsefni hjá Orkusölunni.  Báðar þessar stofnanir hafa fengið einhver tilmæli um að draga úr yfirvinnu og kostnaði.  Já, einmitt.  Hættum að sinna gamla fólkinu og skiljum eftir virkjanirnar bilaðar eftir kl 4, því það er svo dýrt að sinna um þær.

 Bölvað bull.

Ingunn Bylgja (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Ingunn Bylgja.  Sammála þér.  Ríkið á ekki að segja upp starfsmönnum núna.  Né draga úr starfsemi.  Heldur þvert á móti að auka hana. Það er ekki hægt að skerða laun láglaunastétta!!!!!!!!!!  Það er bara ávísun á hungur og húsnæðistap.

Kveðjur austur.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er líka pínu hrædd um fordæmisgildið.  Er það ekki bundið í kjarasamninga að ekki megi lækka grunnlaun starfsmanna, þótt þeir séu jafnvel færðir til í starfi?  Það þurfi endurráðningu til að svo megi verða!

Verður Geir ekki bara að endurnýja umboð sitt, ef hann vill lægri laun?

Ég sé það í anda að fjármálaráðherra sjái það sem lausn að 10% flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu lendi á starfsmönnum.......sem hingað til hafa verið illa launaðir, svo ekki sé meira sagt.

Sigrún Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún auðvitað er ég hrædd við fordæmisgildið.  Það væri óafsaklegt að lækka lág laun á meðan allt verðlag ríkur upp. En ég vil að hæstu laun verði lækkuð. Laun sem eru margföld okkar laun.

Í Finnlandi voru opinberir starfsmenn sendir af og til í launalaus leyfi í kreppunni sem er auðvitað skelfilegt.  Ég fæ að upplifa launalaus mánaðamót núna

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún jú Geir verður að endurnýja umboð sitt

Búkollabaular............já var það ekki?   Önnur ráðuneyti verða að taka meiri skerðingu....Jóhanna þarf meira fé

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband