Ástarsorg

..............Hvílík sorg.  Nú er nýfarinn úr húsi frá mér miðaldra karl í ástarsorg.  Ég hef upplifað ástarsorg........eiginlega varla jafnað mig.  Í nótt kom hér maður á sextugsaldri í sárri sorg.  Góður vinur minn  sem hefur oft reynst bjargvættur.  Hann er ekki vanur að heimsækja mig á nóttunni.  En ég hef leitað til hans að næturlagi vegna lagnamála..........hann kom þá samstundis og bjargaði málum.   Ég gat því miður ekki leyst úr hans málum...........reyndi að vera dipló.  " Þú elskar hana...þið ræðið saman og þú fyrirgefur"    Svörin sem ég fékk voru "nei, nei nei".   Það er ekki hægt að ráðleggja fólki í þessari stöðu.

Ég krafðist þess af honum að djamma  með mér á morgun.           Ekki fannst honum Stones músík á Players spennandi............

Klukkan orðin rúmlega fimm............eldri dóttirin komin inn best að skríða undir sæng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég efast ekki um að þú ert "sálbætandi" í svona aðstæðum

Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 07:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún....þaðer alveg sama hvað maður segir í þessari stöðu..............oh þetta var svo erfitt.............

Hólmdís Hjartardóttir, 29.11.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband