Hættulegasta fólkið er ekki farið á stjá.

.....sennilega er það enn að fá greidd laun.  Í febrúar og mars kemur það út úr skápnum. Atvinnulaust ungt fólk með börn á framfæri.  Fólk sem átti framtíðina fyrir sér fyrir nokkrum mánuðum.  Fólk sem búið var að skapa sér og börnum sínum falleg heimili og taldi sig búa við öryggi. Hefur tekið há húsnæðislán sem það hefur enga möguleika á að ráða við. Fjölskyldur munu splundrast.  Reiðin og heiftin sem þá mun blossa upp er eitthvað sem við þekkjum ekki hér.  Þá verður fólk dregið til ábyrgðar.  Atburðirnir á Alþingi í dag eru saklausir.  Eða liggja margir sárir ? Eru skemmdir miklar?   En Siv var brugðið.  Þjóðinni er reyndar mjög brugðið en það er ekki vegna háreistis nokkurra skólakrakka.  

Ég hef ekki séð neitt frá yfirvöldum sem getur spornað við miklum flótta frá landinu. 


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Meðalaldurinn var um 32.........

Bara Steini, 9.12.2008 kl. 04:39

2 identicon

Þetta er svo rétt hjá þér!

Fólk með brostnar vonir er til alls líklegt

Kveðja

Bara ég (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 04:44

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bara Steini......var einn eldgamall í hópnum til að hækka meðalaldurinn

Bara ég..........ég held það....við erum ekkert farin að sjá enn.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 04:47

4 Smámynd: Bara Steini

Hehehe það var einn fimmtugur jú.

En þetta var ekki eins og margir vilja segja.

Enginn fór þarna inn með illt i huga enda sést það að flestallir fóru a fund með löggunni svo svona atburður kæmi ekki upp aftur.

Bara Steini, 9.12.2008 kl. 04:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Af hverju hylja þau andlit sín. Ef ég færi þarna, sem gæti alveg gerst á næsta ári því það er jú hægt að ofbjóða mér eins og öðrum, þá mundi ég mæta þannig að allir sæju hver væri á ferðinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 06:49

6 Smámynd: Bara Steini

Flestir viljanu bara ekki vera að lenda í blöðum og umræðunni sem einhversskonar bitbein fólks 'Asdís.

Bara Steini, 9.12.2008 kl. 06:58

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég efast ekki um að þú hefur mjög rétt fyrir þér Hólmdís.  Takk fyrir gærkvöldið.....nóttin var frekar erfið.

Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 08:08

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég myndi ekki hylja  andlit mitt sumir segja að það sé táknrænt fyrir að vera  "sauðsvarti andlitlausi múgur"

Sigrún sömuleiðis....ég er ekki frá því að eg hafi fundið aukinn hita í fólki í gærkvöldi.  Sofðu velí dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 11:45

9 identicon

Hvar eru hrósin fyrir þeim sem ekki huldu andlit sín?

Kolbeinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:00

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æ fyrirgefðu Kolbeinn.............ég skal hrósa þeim.  Er búin að vera sjálf dugleg að mæta á fundi út um allt.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband