Þetta er nú meiri jólasveinninn

.................Hryðjuverkaárás á þefskynið?   Hinn eini sanni Þorláksmessuilmur. Það er mín helgasta stund um jólin að yfirfylla mig af skötustöppu.............og ég er sko farin að bíða.  Hún er sko ekki nógu kæst nema að ég fái andarteppu yfir pottinum.   Og ekki minnkar ilmurinn þegar ég stappa henni saman við vestfirska hnoðmörinn.  Það væru sko raunveruleg hryðjuverk að banna suðuna. Þessi Skötuskelfir skal nú bara hafa sig hægan.

En skyldi vera kominn skýring á hryðjuverkalögunum sem sett voru á Ísland?   Sauð einhver skötu í London?  Það stendur upp á Davíð að segja frá.


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ég elska skötu akkúrat eins og þú lýsir henni.Ég fer stundum á Sægreifan á laugardögum til að fá mér . Þorláksmessa dugar mér ekki.

Rannveig H, 10.12.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er ekki í lagi með manninn?

Svo finnst honum kannski í lagi að valsa um alla stigaganga baðaður í rakspíra, sem fær mann til að hnerra sig til óbóta

Skatan er herramannsmatur, sem kætir og bætir lund 

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já stelpur þetta er sko góður matur.  Ég hef lengi haldið því fram að ég muni einhvern tímann deyja aðfararnótt aðfangadags vegna ofáts.  En þá dey ég sæl og glöð.  Og ég verð að eiga kalda skötustöppu yfir jólin þegar flestir eru í konfektinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fer í að minnsta kost þrjár skötuveislur í des. Skötulyktin er fín miðað við rotnunarlyktina og skítafýluna í Seðlabankanum og ráðuneytum.

Víðir Benediktsson, 10.12.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kjartan hún er bráðholl

Sannarlega er skötulyktin betri en spillingarýldan þú þarna afmælisdrengur

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þó ég búi í blokk ætla eg sko örugglega að sjóða skötu. Það er alveg eins hægt að kvarta yfir hangikkjétslykt eins og skötulykt.

Haraldur Bjarnason, 10.12.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Halli.  Tengdamóðir mín og mágkona suðu alltaf hangikjöt utanhúss út af lyktinni!!!!!!   Það eru svona 10 ár síðan ég fór að borða hangikjöt en mér fannst lyktin alltaf góð.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hafandi Haughuslykt hina vænu fundið, er skötuilmurinn ekkert nebbaónæði, en þessar lýsingar þínar jaðra við bilun HH!ERt örugglega mjög lítið kysst og knúsuð um átíðarnar ef þú ert svo kjammsandi á kæstukrásunum yfir þær allar líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahahahahaa   kyssarinn verður að hafa sama smekk ellegar bíða

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 01:00

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skata er náttúrulega herramannsmatur.  Á mínu heimili er alltaf elduð skata á Þorláksmessu.  Áður en ég fer í vinnuna,  það er einn besti matur sem ég veit um.  En ég er ekki svona slæm eins og þú að vilja fá andarteppu yfir pottinum.  Ég vil mína skötu saltaða og lítið kæsta með venjulegum hömsum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 03:15

11 identicon

Ég lenti í hryðjuverkaárás á þeffærin um daginn. Þegar ég tók út úr uppþvottavélinni, gaus á móti mér einhver efnafræðilegur fnykur svo mér varð lá við yfirliði og rakti ég hann til þvottaefnis, sem notað var. Það var hvergi varað við því á umbúðum. Mér finnst þessi fnyk-efni í þvottalegi, sápum og hreynsiefnum vera versta lykt sem ég finn. Slíkar lyktir eru ekki í náttúrunni. Kæsingarlykt er hins vegar náttúruleg. Ég vil kalla kæsingu: "Lífrænt krydduð matvæli" enda flokka ég skötu og hákarl undir heilsufæði. Talandi um lykt í fjölbýlishúsum, það er til fólk sem ekki þolir reykelsislykt. Hvar á að draga mörkin?

Hvernig væri að gera könnun á því hverjir eru heilsuhraustari, matvöndu pempíurnar eða þeir sem geta borðað hvað sem er? 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband