Þetta get ég ekki skilið.

..............Alls staðar eru stýrivextir lækkaðir nema hér.  Getur einhver útskýrt það?   Afhverju gilda önnur lögmál á Íslandi en annars staðar?   Ísland er eitt af þremur löndum í heiminum með verðtryggingu á lán.   Við erum bara þrælar hér.

Hér er ekkert verið að dempa fallið. Hér skellum við bara beint niður óvarin. 


mbl.is Hugsanlegt met í stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að skýringuna sé að finna hér.  http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/743243/

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú vilt ekki að ég reyni að úskýra þetta.

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

En í stuttu máli, krónan er ónýt og þetta er flotholt til að koma í veg fyrir að fólk forði peningum úr landi. Hærri innlánsvextir eiga að vera hvetjandi til að fólk skipti gjaldeyri í íslenskar krónur. Ef innlánsvextir eru lægri en verðbólga brennur sparifé upp og fólk gerir "run" tekur peningana sína úr bankanum og reynir að koma þeim í öruggt skjól. þá tæmist gjaldefrivaraforðinn og við erum farinn á hausinn.

Veit ekki hvort þetta hjálpar þér eitthvað.

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari.........búin að lesa þessi ósköp.

Jamm Víðir. En við erum farin á hausinn.........en takk.  En aðrar þjóðir lkka stýrivexti til aðhleypa lífi í hagkerfið..........

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já það er rétt. Þær þjóðir eru ekki með bullandi verðbólgu og ónýtan gjaldmiðil. Þannig séð hefur það ekkert upp á sig að taka út peninga í frönskum banka og leggja inn í þýskan. Á svona myntsvæðum eru stýrivextir nánast bara þóknun fyrir umsýslu. Held að þeir séu 0,25% í Japan Þessar þjóðir geta leyft sér að fara með vextina niður í algert lágmark þegar illa árar því ekki er hætta á "runni"

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tökum upp evru strax.......

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eða dollar. Ekki verra.

Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 23:21

8 identicon

Ég er helst á því að við tökum aftur upp gúmitékkann.

Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:37

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir mér er alveg sama hvað gjalmiðillinn heitir bara að hann sé stöðugur og virki.

Offari......horfði líka á Spaugstofuna.  Er ekki Ísland í raun að nota gúmmítékka?

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 00:45

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Vanhæf stjórnvöld sem hafa ekki áhuga á launþegum þessa lands, bara ef þeir sjálfir eru saddir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2008 kl. 00:51

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Jk

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 07:53

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Offari, ertu að meina dollara þá eða.... ?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband