Ó helga nótt.

...........................já stundin er heilög fyrir mér.  Dæturnar búnar með annan umgang af hamborgarhyggnum  og ég búin að koma mér fyrir hér í elhúsinu.  Það er helgistund.  Ég er að borða kalda skötustöppu.....það er varla hægt að komast nær guðdóminum en það. Þetta er alsæla.

Við eyðum oft miklum tíma í símanum á aðfangadagskvöld því allir nánir ættingjar búa út á landi. Og svo er haldið áfram á morgun.  Systur lesa....en vildu ólmar spila í kvöld sem ég nennti ekki.  Lofaði að spila á morgun ef þær kæmu sér fram í hádegismat.

Ég vona að allir hafi átt notalegt kvöld. 

Góða jólanótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

kæra Hólmdís, ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og góða jólanótt til þín

Margrét Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðileg jól enn og aftur mín kæra, spurning hvort ég myndi ekki syngja þetta uppáhaldsjólalag mitt fyrir þig ef ég væri nærri, þó ég viðurkenni að Jusse karlinn Björling gerði það mun betur! Söngur hans raunar á þessu dýrlega lagi með því fegurra sem ég hef heyrt úr karlmannsbarka! Og þetta segir nú hinn dagsdaglegi harðrokks- og blúshaus með meiru haha!) Annars gaman að heyra þetta með stelpurnar og þig, að þið spilið saman að gömlum og góðum sið. Geri það nú ekki lengur sjálfur af ýmsum ástæðum né les í venjulegum skilningi mikið af bókum, alls kyns stúss og já "kjaftæði" og átið auðvitað, tekur sinn tíma og meir.

Bros og bestu kveðjur í kvennafansinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 03:22

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Margrét .

Magnús þetta lag er svo undurfallegt.  Egill Ólafsson heillaði mig þegar hann söng það.........þurfti að kaupa hundleiðlegan jólasafndisk til að eignast þá útgáfu. Jusse er góður.  Svo á ég þetta með Óskari Pé og fleirum

Ég myndi vlja spila kana.....en það verður kannski bara Matador!

Hólmdís Hjartardóttir, 25.12.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég og sonurinn(unglingurinn) syngjum þetta fallega lag bara sjálf hérna heima, hann spilar og ég syng.

Í dag höfum við einmitt verið að spila - rommý, borðað nammi og kökur á meðan hangikjötið var í pottinum.

Hef aldrei smakkað "skötustöppu" þekki því ekki þessa alsælu  en hamborgarahryggur með "alles" er mín alsæla. Hafðu það gott Hólmdís.

Jólaknús

Sigrún Óskars, 25.12.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún JÓLAKNÚS TIL ÞÍN SÖMULEIÐIS

Hólmdís Hjartardóttir, 25.12.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól

Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:14

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband